Jæja þá er að skrifa sig inn í daginn.
Þegar að ég byrjaði á að breyta lífsstílnum hugsaði ég ,
„Get ekki tapað neinu “
Bara hendi mér í djúpu.
Því allt sem ég var búin að prufa áður til betra lífs virkaði ekki alveg nógu vel.
Megranir , svelti , ofurtrú á lyf , hreyfingarleysi og offita var að draga mig niður …neðar og neðar.
Og þegar að ég hreinlega „plataði“ mig í að trúa að allt væri hægt fóru hlutirnir að virka
En með tímanum fór ég að trúa því að hreinlega allt væri hægt .
Og ég ýti mér aðeins lengra á hverjum degi í átt að því sem ég vil.
Nefnilega málið ég hef val 🙂
Ég ber nefnilega ábyrgðina á sjálfri mér.
Ekki læknirinn minn með lyfjavaldið.
Eða þjálfarinn minn með æfingarnar.
Ég verð að velja hlutina rétt.
Versla rétta matinn .
Koma mér í gallann.
Og halda áfram að velja rétt fyrir engan annan en sjálfan mig .
Vilja sjálfum sér það besta.
Þetta er allt hugarástand.
Og mikill lærdómur sem þessu fylgir.
Að einblína ekki á það slæma .
Ekki hugsa of langt fram á við .
Lifa í núinu.
Og gera sitt besta í átt að betra eintaki af sjálfum sér.
Njóta lífsins 🙂
Í hvað vigt og líkamlegu ástandi sem við erum í.
Einblína á að vilja sjálfum sér vel.
Þá fer maður að líta á sjálfan sig bjartari augum .
Njótið dagsins .