Dyrnar standa opnar en ætlarðu inn alla leið?

10420287_771078922949255_8146003357824282619_n

Góðan daginn.

Þessi mynd segir svo margt.
Mér var bent á það þegar að ég var að hrósa aðila sem hefur hjálpað mér svo ótrúlega mikið í þessu ferli að hún hefði bara „opnað“ hurðina fyrir mig .
Og ég fór að hugsa.

Voðalega er hún hógvær 🙂
Búin að hjálpa svona mikið og bara ein lítil hurð.
En hvað gerðist einmitt sem var þess valdandi að ég gekk inn fyrir dyrnar og fann sjálfan mig þar?
Fékk aðra sýn á málin.

Jú ég var tilbúin sjálf!
Það þýðir lítið að ætla gera stóra hluti með hangandi hendi.
Að taka að sér stórt verkefni og ætla bara skottast inn og út um „gluggann“ inn og út um gluggann og alltaf sömu leið 🙂

Ef að maður ætlar að taka skrefin inn úr þægindarrammanum verður maður að vera tilbúin.
Engin líkamsræktarstöð gerir kraftarverkið fyrir þig.
Engin einkaþjálfi kemur þér í form.
Engin strangur matarkúr gerir þetta fyrir þig.
Ekki ein einasta tafla né duft gerir þetta fyrir þig.
Þetta er allt þú sjálf/ur.

Svo ekki skela skuldinni á aðra .
Og ekki gefast upp….á sjálfum þér .
Ef þú ætlar þér eitthvað verður þú að vera við stjórn.
Það er hægt að nálgast hjálpina og fá allar bestu leiðbeiningar og ráð.
En ef þú ekki lætur hlutina virka fellur allt um koll.
Og þá er að hysja upp um sig aftur.
Byrja upp á nýtt,….
Opna nýjar dyr og græja þetta.
Bara aldrei gefast upp.
Og ekki kenna öðrum um 🙂

Njótið dagsins.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s