Gefðu þér tíma fyrir breytingu.

10524850_10152500311930659_2129008708_n

Góðan daginn.

Kósý sunnudagur runnin upp.
Og ekki lætur sólin sjá sig ennþá.
Vá hvað hún á eftir að gleðja okkur þegar að hún byrjar að skína og heldur svo áfram út sumarið 🙂
Örugglega alveg að koma.

Afhverju geta ekki allir bara gert eins og þú og hætt þessu fituveseni?
Hef fengið þessa spurningu 
Veit ekki ennþá hvernig ég get útskýrt svar við svona spurningu án þess að frussa yfir aðilann sem spyr mig af þessu 
Einfalda svarið “ Við erum öll allskonar og ekki neitt eitt virkar á alla “
Annars væri þetta sennilega sett inn sem ríkisleið….one size fit all.

Málið er ekki stærðin og fitan .
Heldur hreyfingin, mataræðið og hugsunin .
Það er hálmstráið mitt 
Ekki hugsa hvað mörg kíló þarf ég að missa og fá það á heilan.
Þegar manneskja eins og ég sem var að bera 60 kílóa aukavigt fer að setja þessa tölu á heilan…springur allt í klessu fljótlega.
Hugsa frekar í árum 🙂
Já grínlaust í árum.
Tíminn flýgur hvort eð er.

Að taka sjálfan sig í gegn þarna uppi.
Og sjá svo til hvert skal haldið.
Ég fór í byrjun á árs námskeið.
HEILT ár segja margir,.
Já ég var búin að fara í svo óteljandi marga megrunar kúra að ég gat ekki meira „Skyndi“
Svo gaf mér ár.
Ef það mundi ekki virka….ætlaði ég bara að gleyma þessu.
En Heilsuborgin náði að hjálpa mér á þann veg að ég er ennþá að gera og græja þetta allt saman .
Ennþá er ég að standa í þessu 
Og verð af því út lífið.
Því vegurinn til baka er mér óhugsandi.

En góðir hlutir gerast hægt 🙂
Og stundum alveg rosalega mikið hægt.
En með því að halda bara áfram og gefast ekki upp.
Kynna sér alltaf hlutina aðeins lengra.
Sjá sjálfan sig fyrir sér hraust eintak!!
Og að geta reimt á sig hlaupaskó ….og farið út að hlaupa .
Það er eitthver sú mesta frelsun sem ég hef upplifað.
Því ég hefði aldrei aldrei trúað því að ég gæti það.

Jæja eigið góðan dag og munið góðir hlutir gerast hægt 🙂
Maður tekur ekki manneskju í 60 kílóa yfirvigt og „Barbabrellar hana “ á skotstundu.
Það þarf að vinna vinnuna sína sjálfur.
„Blóð-sviti og tár!
En ávinningurinn er rosalega góður.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s