Hver á sínum hraða í átt að heilbrigði.

you-can-do-it

Góðan daginn.

Já ég er svo sannfærð um ef allt þetta megrunar átaks dæmi væri ekki svona alltaf hangandi yfir okkur væri þetta miklu aðveldara.

Að hreinlega hætta þessu korter í „mjó/r“ hugsunarhætti.
Strika út ég verð bráðum mjó/r !
Hver vill ekki heldur vera ánægður og sáttur í sínum eigin líkama heldur en að vera alltaf að einblína á tölu á vigt ?

Taka til í lífinu .
Fara vanda sig við mataræðið.
Líta á fæðuna sem virkilegan lækningamátt.
Sem læknar offitu og margt annað.
Hætta misbjóða og hegna sér endalaust fyrir allt.
Taka ábyrgð á sjálfum sér.
Það að grennast má ekki verða kapphlaup sem svo auðvelt er að gefast upp á .
Að springa á götunni og grenja yfir því hve mislukkaður maður er.
Þá er nú betra að labba eða rölta á áfanga staðinn.
Og taka sinn tíma í verkið .

Ég fer þá leið.
Ekki í kapphlaupi við einn né neinn.
En ég hugsa um mataræðið mitt og hreyfinguna .
Og ef þú byrjar á að vanda þig við innkaupin, matseldina og skammtastærðir þarftu aldrei að fara aftur í megrun 
Pældu í því.
Ekki nein galdrameðul .
En til þess að geta farið þessa leið þarf kollurinn að vera stiltur á KÆRLEIK.
Út með það neikvæða inn með bjartsýni og þor 🙂

Nú hrista örugglega margir höfuðið….og bara hvaða bull er þetta 
En svona er mín leið.
Hún er engin heilagur sannleikur og það eru örugglega margar leiðir í átt á léttari líkama.
En ég er sannfærð um að ef árangur til lengdar á að nást verður að vera sátt milli hugar og líkama.
Það verður að vera kærleikur .

Eigið góðan dag.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s