Boost í sólinni :)

10346437_10152351504845659_700568316768106073_n

Hádegið .

Sól og sumar 

Eftir hreint út sagt frábæran tíma í Heilsuborginni í morgun kallar líkaminn á góðan viðgerðamat 
Ég þurfti á þessu að halda til að hressa mig við 

Og þar sem ég er ís-sjúklingur þá er best að fá sér bara næstum svoleiðis og njóta út í garði í góða veðrinu.
Tærnar upp í loft …andlit á móti sólu og njóta 

Boost.

2 msk. Spiru Tein Vanillu prótein
2 msk. Hreint skyr
1/2 frosin banani
Ein lúka frosið mangó
Ein lúka frosin Jarðaber
Ein lúka frosið spínat ( kaupi stundum slappan spínat poka í Bónus og frysti )
2 Gulrætur
2 tsk. Chia fræ
Vatn eftir smekk ( minn blandari er öflugur svo þarf ekki mikið vatn, þess vegna næ ég þessu eins og ís. Mæli með að eiga góðan blandara )

Allt í blandarann og búa til mjúka blöndu .
Þetta er sjúklega gott.
Skera ferskt Mangó yfir og smá Sellerý á toppinn.
Gerist ekki betra.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s