Stattu með sjálfum þér og sjáðu kraftarverkin gerast.

10257804_712756548766369_8410579677777655976_n

Góðan daginn .

Já svo sannarlega gerir þetta ekki sig sjálft 🙂
Að koma sér í form er HÖRKUVINNA.
Að koma huganum í form er næstum jafn stórt og kraftarverk.

Þetta gerir sig ekki sjálft…hvorki það að vinna í sjálfum sér að hraustari einstakling eða verða betri einstaklingur.
Allt er þetta þolinmæði og endalaus vinna.
Maður er mismunandi upplagður í þetta allt.
Og þennan morguninn eru púkar á sitt hvori öxlinni minni sem dansa stríðsdans við að ná athygli minni.
„Þú tókst svo vel á því í gær“ 
„Drífa sig í gallann“

Ég er orðin vön að díla við þessa púka 
Besta ráðið ekki hlusta of lengi á þá…þeyttu þeim af öxlinni áður en allt fer í bál og brand 
Hysjaðu gallann upp brostu og farðu í verkið .
Engin annar gerir þetta nefnilega fyrir þig.

Jú þetta er erfitt.
En það er líka erfitt að vera alltof þungur og í lélegu formi….
Vega og meta.

Og mitt mat smá leikfimi drepur engan 🙂
Svo komin í gallann.
Heilsuborgin bíður með flottan Tabata tíma og engin miskun þar.
Svo þarf að passa hugann og andlegu hliðina .
SETJA SÉR MARKMIÐ .
Þannig að ég ætla gefa mér tíma með Markþjálfa í dag og hræra aðeins upp í nýjustu markmiðunum .
Læra líka af þessum reynda Markþjálfa og bæta við í minn huga.
Lífið er leikur og ég tek sko þátt.
Hætt að fljóta með 🙂

Eigið góðan dag .

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s