Sjálfsvirðing verður að vera sterk.

10299068_371272993013776_7188195714264091266_n

Góðan daginn.

Já það er þetta að bera virðingu fyrir sjálfum sér.
Virða líkamann og vilja sjálfum sér aðeins það besta.
Meira en að segja það 🙂

Þegar að ég var með mín 50 aukakíló á mér.
MS sjúkdómurinn var grimmur á þeim tíma.
Ekki sáttur við að lifa með mér í þessum alltof þunga veika líkama.
MS sjúkdómnum líður ekki vel og fer illa með mann í líkama sem illa er hugsað um.
Mér voru gefnar allskonar pillur….sprautur og sagt að fara heim og passa mig.
Ég passaði mig mikið.
Varla hreyfði mig.
Stækkaði og stækkaði.

Einn daginn fékk ég nóg.
Ég sá fram á aumt líf.
Kona sem hafði alltaf verið full af lífi og gleði ferðast um allan heim og notið lífsins.
Dæmd sem öryrkji vegna sjúkdóms sem virkilega ætlaði að taka yfirhöndina.

Það að snúa lífi sínu á hvolf og túa á sjálfan sig er bara djók til að byrja með
Og oft leit ég spegilinn og hugsaði hvað heldur þú að þú sért??
Farðu bara og legðu þig .
En ég gafst ekki upp.
Ég ætlaði að komast í gott form 🙂
Og ég stend ennþá við það .

Að komast útúr viðjum offitu er ekki lítið mál.
Ef það væri pís og keik og allar heimsins „Diet“ pillur virkuðu værum við öll mjó.
Það að segja offitu sjúkling að hætta borða svona mikið og „Drulla“ sér í ræktina og hætta vera svona feit/ur er OLÍA á eld.
Það er góð afsökun að detta í matarsukk við svoleiðis ábendingar.
Því skömmin er ekki lítil að ganga um akfeitur og geta lítið í því gert nema vonað að næsta MEGRUN virki það vel að þú verðir orðin mjó/r og komist í kjólinn og kjólfötin fyrir næstu jól.

Þegar að svona megrunarpressa er sett á mann.
Þú ferð í baráttuherferð !
Og í sumum tilfellum ferðu í svelti.
Því ég meina maður verður mjór á því að hætta borða.
Virkar vel.
En almáttugur hvaða líf er það.
Að misþyrma sjálfum sér .

Þess vegna verður maður að gera sína ferð að léttara lífi af kærleik.
Þykja nógu vænt um líkama sinn og sálina að þú viljir sjálfum þér aðeins það besta.
Þess vegna nenni ég í Heilsuborgina 🙂
Þess vegna elda ég allt frá grunni.
Þess vegna er maturinn minn fallegur og hollur.
Þess vegna fæ ég nóg af mat .
Þess vegna ætla ég að standa við loforðið sem ég gaf sjálfri mér í byrjun “ GET-SKAL-VIL“
Lífið er gjörbreytt.

Eigið góðan dag ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s