Kvöldmaturinn græjaður
Ég er alltaf tuðandi yfir borða hollt 🙂
Og margir ruglast á hollum mat og hreinlega þurrmeti .
Eins og kemur svo oft fram hjá mér er mér meinilla við langar innihaldslýsingar á matvælum.
Og tala nú ekki um allar E-merkingarnar.
Nú eða stútfullt af sykri og eða saltmagnið í hæðstu hæðum.
Og hvað þá ?
Borða bara þurrar kjúllabringur?
Því yfirleitt er kjúlli sem kemur tilbúin í mareneringu stútfullur af rugli .
Nei þurrmeti fer ekki á minn disk 🙂
Og ef ég vil mareneraðan kjúlla, fisk eða annað kjöt geri ég það sjálf.
Og ein mín uppáhalds marenering á kjúlla er
„Sítrónusafi-olívuolía-hvítlaukur-chillí og Arabíska kjúklingakryddið frá Pottagöldrum.
Í því kryddi er hvorki meira né minna enn
Cumi-kanill-negull-Turmenik og Kardimonur.
Hljómar sem „alsæla“ í mínum eyrum .
Og afþví ég nota sítrónu þarf ég lítið salt.
En bæti við pipar og nýmalaður kaupi alltaf í Heilsubúðinni minni í London .
Já þetta er sjúklega gott og lærði þessa mareneringu í Líbanon af Líbanskri húsmóður.
Allar þessar olíur þarna á myndinni 🙂
Jább ég er ekki hrædd við olíur.
Og nota allskonar olíur.
Elska Biona merkið og held mig við þær.
Svo er hægt að steikja þessar kjúlla lundir sem að sjálfsögðu eru með „einni“ innihaldslýsingu.
Eða grilla og þá líka á innigrilli.
Eða setja í ofn í eldfastmót.
Ég ætla grilla mínar á innigrilli.
Meðlæti hreinlega bara hvað sem er .
Og græjaði með þessu gott salat.