Gleðilega páska.

funny-colorful-easter-eggs-picture

Góðan daginn.

Og gleðilega páska 🙂

Ég elska páskana…ekkert stress.
Jólin eru eins og þeytivinda en páskarnir bara dásemd.
Allir róaðir og til í þetta.

Hér áður fyrr var hver einasta hátíð hjá mér matarhátíð.
Stórsteikur og eftirréttir…voru mitt fag.
Í dag þetta er svo skrýtið….ég get þetta ofát ekki lengur.
Mér verður illt ef ég borða yfir mig og sérstaklega ef maturinn er þungur dag eftir dag….
En það er búið að taka mig töluverðan tíma að læra þetta 🙂
Og engin er heilagur…ég á mína slæmu daga.
En er meðvitaðri með þetta allt saman í dag 🙂

Páskaegg.
U JÁ 🙂
Valdi mér páskaegg númer 3 …pínulítið kríli og fæ að njóta.
Því það eru páskar og ég neyta að banna mér hlutina.
Ég hef prófað að sleppa páskaeggi….en át þá bara frá hinum 🙂
Alls ekki gott.
Þá sérstakega fyrir hina.
Ef ég fæ mitt litla egg….er það minn skammtur.
Gef nú samt kannski með mér 🙂

Njóta njóta….ekki gúffa og troða.
Og enda í ofáti og skömm.
Það eru ráðin mín til mín….þá reynist mér þetta miklu auðveldara 🙂

Njótið páska 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s