Þakklát kona.

11093730_10153091247980659_2034088695_n

Góðan daginn.

Jæja komin 1. apríll !
Og eins gott að vera ekki of auðtrúa í dag 🙂

En núna get ég sagt það eru komin þrjú ár síðan að ég breytti um lífsstíl.
Lokaði loksins dyrunum á Jó-Jó megranir og ofbeldi á sjálfa mig.
Ákvað að nóg væri komið og eitthvað annað yrði að taka við.
Fann mína hjálp hjá Heilsuborg eins og svo oft hefur komið framm 🙂

Ég ákvað að taka ábyrgð á sjálfri mér í átt að betri heilsu.
Fræðast um mannslíkamann.
Afhverju þetta og hitt.
Og þvílíkur skóli.
Ég í dag skil ekki gömlu mig.
Hvað var það sem ég ekki skildi þá 🙂
Afhverju gerði ég mér ekki grein fyrir því að mataræðið mitt var að ganga frá mér í gröfina.
Og ég sem húsmóðir…..og eldabuska.
Innkaupastjóri á eigin heimili 🙂
Kokkur og bakari….
Ég bauð hættunni heim fyrir hina fjölskyldumeðlimina líka.

Á mínum bæ eins og hjá svo mörgum er allskonar í gangi.
Við eigum í pokahorninu Ms-sjúkdóminn, ADHD, flogaveiki, rósrauða og allskonar lítið og smá í viðbót .
Allt þetta var sem ógn hér áður.
Í dag lifir þetta með okkur 🙂
Og við pössum hver og eitt upp á sína samferðavini 🙂
Með mataræði og breyttum lífsstíl.
Við erum misvirk í þessu.
En ég get sagt að við öll hérna á heimilinu höfum tekið þvílíkum framförum með okkar líf.
Til dæmis drengurinn minn sem gjörbreytti sínu mataræði .
Hann er bara 11 ára og það er svo gaman að sjá hvað allt er breytt hjá honum….og flogaveikin er allt önnur 🙂
Ekkert kast í 3ár 🙂
En hann er líka á góðum lyfjum.
Áður en hann breytti um mataræði með lyfjunum fékk hann köst.
Svo fyrir mig er þetta ekki bara að megrast, léttast og verða sæt.
Heldur að breyta um allt sem lífið hefur upp á að bjóða.
Að byrja lifa til að njóta 🙂

En ég mun seint geta þakkað ykkur öllum sem hafið fylgt þessari síðu með mér 🙂
Þvílíkur stuðningur og kærleikur hér inni.
Hefði aldrei trúað því að þegar ég setti þessa síðu í gang að það væri komnir rúmlega 6.000 manns með mér í þessa lífsstílsbreytingu mína.
Ég opnaði þessa síðu vegna þess að mig fannst vanta aðgengilegar uppskriftir af hollum góðum og heilbrigðum mat…sem líka var auðveldur 🙂
Svo hefur þetta undið upp á sig.
Og hálfgert blogg í dag.
Uppúr þessum skrifum hef ég síðan byrjað með mitt eigið blogg.
Skrifa fyrir http://www.heilsutorg.is og er Pressupenni 🙂
Held fyrirlestra um hvernig ég breytti um lífsstíl.
Held námskeið ásamt lækni Heilsuborgar um hvernig við getum bætt mataræðið og heilsuna í leiðinni.
Þvílíkur fróðleikur þar á ferð.
Og ég læri endalaust eitthvað nýtt af henni Erlu Gerði .
Tók mig til og lærði Markþjálfun og er bara verulega stolt af því sem ég geri í dag.
Allt þetta byrjaði bara með einni ákvörðun….að hætta í vitleysunni og fara njóta lífsins.
Að hætta í megrun.

Takk kæru vinir fyrir að vera með mér í þessu ferðalagi.
Við gerum þetta svo miklu betur saman 🙂

Njótið dagsins.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s