Þessi dagur …úff :)

10872264_10152839532500659_1862399913_n

Jæja það er komið hádegi 🙂

Þessi dagur hefur verið svo skrautlegur…og hann er bara rétt að byrja.
Dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði við eltingaleik í íbúðinni hjá mér.
Ég bý svo vel að eiga einn ráðsettann Láka persablöndu strák sem hér öllu ræður…..eða var þannig.
Þá býr hér líka hann hr. Plútó sem er risastór gulur Labrador sem allir elska…nema kanski þeir sem þurfa þrífa upp hárin eftir hann.
Plutó er mikill mann og dýravinur má ekkert aumt sjá.
Þessi elska kom inn á heimilið eftir að sonur minn þá 8 ára gamall hafði horft á Lassý mynd í sjónvarpinu og fannst það fallegasta sem hann hafði séð…hund yrði hann að fá.
Í dag hatar hann Lassý myndir og ætlar aldrei að eiga hund aftur á ævinni sinni.
En kisur eru inn í myndinni ennþá 🙂
Fyrir nokkrum mánuðum bættist svo í dýragarðinn hann Tumi „töffari“
Tumi töffari hét bara Tumi hér áður.
Bjó hjá mömmu minni heitinni og manninum hennar.
Eftir að mamma veiktist og gat ekki haft dýr hjá sér fór Tumi til aðra fjölskyldu meðlima.
Tumi haði verið inniköttur og mikið blíðfinnur sem þekkti ekki hinn stóra heim.
En hann fékk að kynnast hinum stóra heimi hjá öðrum eiganda og stakk af.
Sennilega verið að leita af dekrinu hjá mömmu 🙂
Á þessum stroku tíma kynntist Tumi „borg óttans“ og kom heim aftir að hafa verið á flakki í nokkra mánuði klæddur buxunum á hælunum ,með derhúfu á hausnum og gullkeðjur um hálsinn. Hann var orðinn „street“ ofur töffari.
Í dag til að gera langa sögu stutta býr hann hjá okkur.
Hefur tekið völdin og fallegra dýr er varla hægt að hugsa sér.
Stór og mikill kolsvartur skógaköttur með gul töffara augu 🙂
Hann stjórnar…með gullkejurnar ennþá um hálsinn.
Enda býr í Breiðholti núna 🙂
Allavega förum aftur í eltingaleikinn.
Tumi hafði fundið sér leikfélaga….eitthvað pínu lítið dýr.
Ég hélt að ég mundi detta niður dauð….mús.
Neibb svo var ekki en einn minnsti fugl sem ég hef séð flug hér um með brotinn fót og allt í pati!
Plútó í hjartaáfalli því það má ekki meiða neinn.
Láki persablanda veit að ég er ekki ánægð með að fá fugla hér inn.
hann hefur veitt þá nokkra og fært mér….en er hættur því í bili því mamman varð aldrei eins stolt og hann sjálfur virtist vera yfir svona stórsteikum.
Þannig Plútó og Láki voru ekki sáttir yfir Tuma töffara sem var hér komin upp um allt og í miklum ham.
Eg gat komið fuglinum inn í eitt herbergi og kötturinn tryltur fyrir utan…..hann er jú þið munið“street töffari“ og ekki ´sattur við þessa björgun.
Jæja koma barninu í skólann…..og út í kudabola.
Bíllinn minn er á verkstæði svo úti stendur bílaleigubíllinn frá Akureyri.
Ég hafði ekki hreyft þennan eðal kagga í vonda veðrinu í gær því þetta er djók bíll.
Svona svaka „swag“ útgáfa af Hondu….glænýr útbúin öllu nema þéttum listum fyrir hurðar.
Svo þegar að ég opnaði bílinn voru skaflar hér og þar inn í bílnum.
Og engin skafa…og bíllinn af norðan hvað er það 🙂
Jæja góð ráð dýr leita af sköfu og skóflu til að moka útúr bílnum.
Reddaði þessu öllu og kom barninu í skólann á réttum tíma.
Bíllinn er útbúin allskonar skinjurum.
Og er mjög hræddur við að láta klessa á sig eða klessa á.
Og ef snjóskafl er í nánd byrjar hann að pípa og sendir upphrópunarmerki í mælaborðið!
Stressuð typa af bifreið að vera.
Og svo eru það nú græjurnar í bílnum…..eiga vel við unglingana.
Það dynur í öllu og bíllinn hristist þegar að bassa græjan fer í gang.
Eðal bíll frá Hondu….mikið hlakka mér til að fá minn bíl úr viðgerð.
Enn hann lenti í því að vera klessukeyrður fyrir utan verslun í Mjóddinni fyrir stuttu.
Almennilegur eldri maður sem beið svo stressaður eftir mér…..og tilkynnti mér á tánum að hann hefði bara fipast….já slysin gerast bara.
Talandi um Mjódd ég semsagt komst í GYMIÐ í morgun.
Lyftinga tími svo frúin fékk útrás fyrir öllu á lóðunum 🙂
Á heimleið skrapp ég niður í Mjódd og verslaði allskonar rugl inn fyrir jól.
Endaði með nokkra poka fulla af mat fyrir 34þús.
Hvað var í þessum pokum….bara allskonar eitthvað sem kannski einhver mun borða 🙂
Ég með pokana að burðast út í bíl .
Liggur þá ekki kona á götunni hjá Hondu kagganum og hafði runnið til og hálf rotast .
Jú maður skelti sér í hjúkrun og kom henni fyrir hálf vankaðri hjá eiginmanni hennar sem beið rétt hjá og skildi ekki hvað hefði orðið af konu sinni.
Vona að hún nái sér fyrir jól..ferlegt.
Heim með dótið ….og inn í hús og inn í eldhús,
Hvað á himnum….mjólk út um allt gólf!
Opna ísskápinn þá hafði unglingsdrengurinn minn sem er alin upp við skrúftappa á fjörmjólkinni skelt nýju Örnu mjólkinni sem er EKKI með skrúftappa á hlið og allt út um allt.
Fer í mál við Örnu!
Allavega þetta er allt bara rétt fyrir hádegi…..fuglinn enná inn í herbergi ég hef ekki nógu sterkar taugar í svona og kallinn á leiðinni heim að redda þessu.
Annars bara rólegur dagur 🙂

Hádegið var kærkomið.
Fékk mér eitthvað „low carb“ brauðbollu úr Nettó .
Steikti egg og smurði bolluna með avacado.
Föndraði svo eitthvað grænmeti , kotasælu og reyktan lax með 🙂
Dásamleg brauðbolla og nú má fara rofa til á þessum degi 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s