Góðan daginn.
Jæja búin að kveikja á fjórum kertum hér á bæ.
Og núna er þetta allt að skella á.
Svo margir spyrja mig út í jólin .
Ertu alveg „hörð“ við þig líka um jólin ?
„Ég er aldrei hörð við mig“
En ég ætla njóta jóla sem aldrei fyrr .
Elda góðan mat og bjóða fjölskyldunni upp á dýrindis mat..
Síðan er það mitt að velja hvað ég borða.
Að borða jólamatinn sinn er alls ekki neitt slæmt.:)
Það er slæmt ef þú ert farin að beita þig hörku með sellerý stöng á jólum!
Það er svo auðvelt að megra sig.
Ég gæti verið sú sem sæti með sellerý stöngina öll jólin og horft á vigtina hrynja niður….
En er það takmarkið ?
Nei mitt takmark er að njóta og virða sjálfa mig.
Ekki troða mig út af öllu sem á borð er borið .
Heldur vera undirbúin fyrir því hvað ég ætla borða.
Það er svo mikil nauðsyn hjá mér að mega borða allt ,
Því þá er það mitt að flokka niður hvað af því ég vel.
Ef mér eru hlutir bannaðir….einsog ef ég ætlaði að boða kalkúninn minn á aðfangadag og tæki út allt meðlæti og sæti með þurra kalkúnabringu af því allt hitt væri svo FITANDI ….. úff það væri nú meiri maltíðin
Og ég mundi springa út sem blóm í eggi fljótlega.
Allt sem er mér bannað og sett á bönn…ég sit með nagaðar neglur upp í kviku
Ég hef svo oft farið í megrun og náð að mjókka.
Aldrei reyndar stundað líkamsrækt samhliða eins og ég geri í dag
En allt hefur verið mér bannað ….og ég í megrun!
Horft á vigtina pompa….og vigtin verið mér allt.
Svona aðferð á mig er gjörsamlega dæmd til að springa í andlitið á mér með hvelli.
Þess vegna hlakka ég til jóla
NEIBB engin harka hér á bæ
En ég vel skynsamlega og hömlulausa át dýrið innan í mér er bara róað niður .
Ekki svelt heldur fær sitt og nýtur
Góður dagur framundan.
Laugarvegurinn og ætli ég fái mér ekki söruna mína og dýrindis kaffi einhversstaðar í dag
Njótum lífsins og virðum okkur sjálf
Besta aðferð sem ég hef notað á sjálfan mig …og virkar til lengdar.
Njótið aðventunar.