Hugleiðing á mánudagsmorgni.

10426074_779213858817353_9116716374543696483_n

Góðan daginn.

Kaldur morgun …kisurnar mínar búnar að opna vel út og viðra hérna hjá mér 🙂
Svo brrrrrr og verð að fara skipta um gluggaopnun…því önnur kisan er töluvert gáfaðri en hin og kann að opna alla glugga og læsinga 😉

Allavega „Hver er munurinn á megrun og nýjum lífsstíl“ fæ þessa spurningu svo oft 🙂
Þarna er svarið svona nærri því ….. á myndinni þar að segja 🙂
Því ef maturinn er hreinn og góður er eiginlega megrunin og allar þessar kalóríu teljanir foknar út í veður og vind.
Það þarf samt alltaf að passa sína skammtastærð…..sama hvað maður borðar .
En ef að næringin er holl og hreint mataræði er þetta svo miklu aðveldara 🙂

Það koma jól, áramót, páskar, afmæli, árshátíðir , útskfritir, utanlandsferðir og allskonar inn í líf okkar 🙂
Og við ætlum ekki að fara í fílu yfir því að mega ekki borða 🙂
Við megum borða nærri allt 🙂
En veljum vel .
Ef við veljum vel flest alla daga getum við alveg kíkt aðeins í veislurnar 🙂
Förum ekki í „fílumegrun“ þar sem allt er bannað og maður situr í fílu í einu horninu….og hugsar ég má ekkert og drekkur bara sitt vatnsglas.
Það er fyrir mitt leiti ofbeldi á sjálfan sig.
En til þess að geta haft svona stjórn ….þá þarf smá púsluspil við sjálfa sig í höfðinu .
Ekki missa tökin.
Að leifa sér smá þýðir ekki að detta ofan í djúpulaugina og hálf drukna í dásemdum lífsins….

Ég þarf á hverjum degi að spá í þetta alt.
Desember mánuður fyrir mitt leiti er töff.
Það er allt í boði .
En mitt að opna munninn og kyngja 🙂
Þannig kæru vinir….ég er alveg eins og við flest….er að eiga við „tröll og dreka“ í höfðinu alla daga vikunar.
En að temja þessa vini mína er málið 🙂

Jæja gallinn komin á sinn stað ….harðsperrurnar rétt að líða úr og þá er að hlaða nýjum inn!!
Svona rúllar þetta 🙂

Njótið dagsins ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s