Passaðu hugann vel.

il_fullxfull.358680504

Góðan daginn.

Já það er nefnilega svo mikið svoleiðis „ekki trúa öllu sem þú hugsar“

Ég fæ svo oft að heyra …..
„ég get ekki gert svona eins og þú“
„ég hef ekki þennan sjálfsvilja“
„gæti aldrei eldað svona mat“
„bara ef ég gæti“
„get ekki notað lóð“
„ég er svo glötuð“
„æ þetta er svo erfitt“
„ég er svo slæm …get ekki “

Við erum pínulítið eins og við hugsum 🙂
Og ef við hugsum okkur alltaf niður þá gerist nú lítið.
Afhverju ekki að fara hugsa aðeins hærra.
Setja trú á sjálfan sig.
Skora á sjálfan sig.
Tildæmis bara bara ein lítil áskorun.
„Einn dagur í viku…elda hollt“
„tveir dagar í viku út að ganga“
Þetta er svo góð byrjun 🙂
Ekki fara í rúllustiganum alveg upp á topp og velta svo niður.
Bara lítil markmið í byrjun….svo bæta við.
Og vittu til að eiga markmið sem maður nær og hugsar „Þetta gat ég“
Þetta er svo gefandi.
Pínu lítil skref.

Margir sem ég hitti skilja ekki hvernig ég fari að þessu með matinn.
Ég græjaði ekki matinn minn á einni viku og allt small saman.
Neibb…búið að taka hellings tíma að finna út með skammtastærðir, uppskriftir, geymslu matar, hvað er hollt?? ,hvaða matur læknar, hvað er hreinn matur, afhverju ekki þetta og hitt 🙂
Þetta er lífsstílsbreyting og hún er ekki einn breiður vegur.
Það sem ég hélt í byrjun að væri best…er kannski í dag djók .
Svo lengi lærir sem lifir 🙂

Ég ákvað þegar að ég byrjaði í Heilsulausnum hjá Heilsuborg að gera þetta alveg eins og opin bók.
Eg hugsaði oft í byrjun…“Hvað í helv$#“!“ er ég að gera hérna.
Afvelta og fjólublá.
Hvað heldur þú að þú sért?
Komu oft svona rosalegar hugsanir upp .
En tók þá ákvörðun að fara alltaf aðeins lengra og skjóta öllum púkum út á haf sem reyndu að toga mig niður.
Í dag koma oft púkar úr öllum áttum í einu 🙂
Því ég er ennþá að ýta mér aðeins lengra!!
Ætla alltaf að fara aðeins lengra…þannig nær maður að vera sáttur og sæll .

Njótið dagsins ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s