
Þessi er rosaleg……
Frönsk súkkilaði RAW
100 gr möndlumjöl
100 gr kókoshveiti
200 gr döðlur
2-3 msk hreint kakóduft
1 tsk. Vanilludropar
setjið allt í matvinnsluvél og blandið vel saman.
Mér finnst gott að setja botninn í form með smjörpappír undir…því gott að ná úr forminu.
súkkulaðikrem
1 bolli kaldpressuð kókosolía
1 bolli hreint kakóduft
½ bolli agavesýróp
1/2 ferskt Mango
1 Banani
Saltverks Lakkríssalt ( ég set í lokin nokkur korn yfir kökuna..rétt áður en fer í frystinn…bara örlítið .
Setjið fljótandi kókosolíu, kakóduft, agavesýróp, mango smátt skorið í matvinnsluvél og vinnið saman.
Stappið saman Banana og látið ofan í blönduna…og vinnið allt mjög vel saman
Botninn vel þjappaður í form og kremið yfir
Doppurnar voru bara til skrauts…átti smá Kokosmjólk inn í ísskáp…og dropaði yfir
Kakan sett inn í frysti og fryst í 1-2 klukkutíma…
Æði með Grískri jógúrt
Ég borða það með svona kökum…
En örugglega sjúkt líka með rjóma eða ís