Kvöldmaturinn.
Miðjarðarhafsblús.
Mig langaði bara í eitthvað sjúklega gott.
Fór í uppáhaldsbúðina mína Þín Verslun Seljabraut og valdi mér eitthvað gott úr kjötborðinu hjá þeim.
Ég elska svona fallega búð…sem bíður mér upp á kjötborð.
Þar sem ég er afgreidd og mér leiðbeint með kjötval…..bara næs 🙂
Ákvað að elda svona eitthvað ….smá útlenskt 🙂
Og valdi mér lambagúllas….lúna mjúkt kjöt.
Í þessum rétt er.
1 kíló lambagúllas
1 rauðlaukur
1 hvítlaukur
1 rauður chilli
1 cm ferskur engifer
Lófafyllir Kóríander
4 niðurskornar döðlur
2 msk. Miðjarðarhafsblús krydd frá Pottagaldrar ehf
3 tsk. Krækiberja og chilli salt frá Gamla matarbúðin í Hafnarfirði
2 tsk. nýmulin svartur pipar
1msk. Tamara sósu frá Himneskt
700ml. vatn
2 msk. olía
Aðferð.
Skera lauk niður smátt og merja hvítlauk.
Steikja saman á pönnu ásamt smátt skornum chillí, döðlum og kórander.
Þá bæta kjötinu við og öllu kryddinu.
Brúna allt vel saman…..og bæta svo vatninu við og sjóða saman í klukkustund.
Á meðan þetta mallast græjum við sveskjur í réttinn 🙂
Skerum niður 6 döðlur og setjum í pott ásamt 2 dl. vatn.
Sjóða vel saman…vatnið gufar eiginlega allt upp og dölurnar verða dýsætar……þá bæta við 100gr. af sveskjum og hræra vel saman.
Þegar að kjötið er tilbúið er gott að láta í skál og bæta sveskjunum út í .
Þá er þetta reddý.
Meðlætið …..Kínóa, bökuð parika, fylltir sveppir.
Hér malaði fólkið á mínum bæ ❤