Kvöldmaturinn 🙂
Skrapp í Nettó i dag og fékk 3 flotta bakka af hreinu og góðu ungnautahakki.
Og ekki skemdi fyrir að þeir voru á 50% afslætti.
Netto TAKK fyrir að leifa okkur að njóta þess að fá að kaupa mat sem komin er á dag.
Í staðin fyrir að skila og láta farga matnum…..fáum við tækifæri á að kaupa flottan mat og njóta 🙂
Og auðvitað ekkert að matnum bara komin á síðasta söludag.
Ég græja alltaf mínar pastasósur sjálf.
Flest allar tilbúnar svona sósur fullar af aukaefnum og sykraðar.
Svo fann bara mína aðferð sem tekur ekki meira en 10min að græja og 20 min að sjóða 🙂
Hægt að elda helling og frysta.
Ég ákvað að skella i „risa“ lasanja 🙂
Steikti 1.5 kíló af hakkinu.
Græjaði sósuna og sauð svo allt saman í smá stund saman.
Þá græjaði ég þetta fína lasanja.
Notaði speltlplötur og kúrbíts ræmur.
Kúrbíturinn kemur æðislegur út með svona græju eins og á myndinni 🙂
Þennan skerara fékk ég í London um daginn.
Var mikið notaður á hráfæðisnámskeiðinu.
Þá eru svona kúrbíts ræmur notaðar í hráfæðislasanja.
Þetta er æði og ég nota kotasælu á milli laga.
Á toppinn aðeins meira kotasælu og mozzarella ost ❤
Núna á ég til nesti fyrri morgundaginn 🙂
Og jafnvel meira….því svona lasana er æði daginn eftir.
Það er líka bara hægt að sjóða kjötsósuna saman og nota með spagetti eða pastaskrúfum…velja heilhveiti 🙂
Og rífa parmesan yfir ❤
Þetta tekur enga stund að græja 🙂
Og svo miiiiiiiiklu betra en eitthvað upphitað rusl sem keypt er í frystinum!!!
Sósu uppskrift.
2 dósir Biona tómatur í dós.
1 rauð paprika
1 orange paprika
4 gulrætur
1 rauðlaukur
5 rif hvítlaukur
2 cm chilli
2 döðlur
pasta krydd frá Pottagöldrum
Creola krydd frá Pottagöldrum
Svartur pipar frá Pottagöldrum
Maldon salt
Vatn til að þynna….svona 1/2 dós vatn.
Skella þessu öllu í blandara og vinna í silkimjúka sósu.
Þá láta í stóran pott og smakka til …..fá sitt góða bragð ❤
Sjóða í svona 10min .
Á meðan sósan er að malla þá er að steikja kjötið.
Eg nota pottagaldra kryddin á kjötið.
Salt og pipar.
Eftir að kjötið er fullsteikt er að láta það ofan í sósuna og sjóða saman í svona 10-15 min….láta malla saman.
Reddý steddý og byrja föndra lasanja 🙂
Prufaði loksins þessa sósu OG VÁ! Mun ekki kaupa dósa-krukkusósu aftur! 🙂
Já svo sammála 🙂
Takk fyrir þetta.
Í svona búðakeyptum sósum….taktu eftir næst þegar ert út í búð er yfirleitt alltaf búið að viðbæta með sykri.
Ótrúlegt bara.