Skrapp í Nettó í Mjódd í dag og datt niður á flott nautahakk hreint og gott.
Stundum dettur maður á svona tilboð þegar að einn lífdagur er eftir á vörunni og fékk ég pakkana á 50% afslætti.
Og einhvernvegin langaði ekki í neitt svona hakkdæmi í matinn samt 🙂
Svo ákvað að gera góða kjötbollur.
Skelti 1 kg. af nautahakki í skál .
Bætti við .
2 eggjum
1 1/2 dl. hesilhnetur saxaðar ( án hýðis)
5 rif marin hvítlaukur
1/2 búnt kóríander vel saxað
1/4 vel saxað chillí eða meira …..bara eftir smekk ég er kræf á chillí 🙂
2 vel fullar msk. af Ítalska pastakryddinu frá Pottagöldrum
Maldon salt og pipar eftir smekk.
2 pokar mozzarella
Hræra öllu vel saman nema ostinum.
Gott að græja þetta bara með höndunum 🙂
Og móta svo góðar bollur og fylla með ostinum.
Þá elda þetta í eldföstu móti á 180 gráðum þangað til tilbúið.
Þá komin gyltur litur á kjötið og osturinn aðeins farin að kíkja .)
Þessar flottu bollur voru aldeilis fínar og auðvelt að bralla 🙂
Og smá tips….með Bernes sósu eru þær himneskar 🙂