Hakk og „veggeti“

10628612_10152597231175659_1005645866991351960_n

Kvöldmaturinn.

Hakk og spagettí slær alltaf í gegn .
Og um að gera elda frá grunni sósuna

Ég nota sjálf Kúrbíts núðlur sem ég græja í þessu fína nýja tæki mínu frá „Veggeti“ fékk á Ebay eða Amason.
Veit bara ekkert hvort svona græja fæst hérna á landi???
Líka hægt að rífa niður Kúrbít í núðlur a grófu rifjárni
En mér finnst þær verða klestari þannig.

Sósan er algjör bomba.
Og færð alla fjölskyldu meðlimi til að borða
Grænmetið í algjörum feluleik.

Kjötsósan.

Gott Nautahakk
1 litil dós tómat paste
5 Tómatar
3 stórar Gulrætur
1 Rauðlaukur
2 Appelsínugular Paprikur
Spinat eftir smekk…..fór út í garð og náði mér í
5 rif Hvítlaukur
Afgangur af Kúrbít ( sem verður eftir þegar að maður er búin að „ydda“ )
Oregano og Basilikur úr gluggakistunni ….bara eftir smekk.
1 tsk. Karry
2 Grænmetis teningar
Cayenepipar eftir smekk.
salt og pipar

Aðferð.

Steikja kjötið upp úr tómat pure krydda með salt og pipar.
Fínt að steikja í góðum potti þar sem sósan má sjóða í.

Sósan .

Skera allt grænmetið ofan í Blandara.
Allt kryddið og teningarnir með.
Bæta við 4 dl. af vatni.
Svo er bara að leika sér með kryddið….ég vil hafa hana svolítið sterka
Þegar að þetta er allt saman komið í góða silkimjúka blöndu er að hella sósunni yfir kjötið.
sjóða upp og leifa malla í 30-40 min.

Fínt að gera nóg af kjötsósu og frysta
Þetta er líka súper gott sem Lasanja sósa.
Stútfullt af grænmeti og allir glaðir.
Líka hægt að sleppa kjötinu
Og þá er þetta bara grænmetis sósa.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s