Blómkáls tortillur.

12279071_522062617941337_3370852044837684631_n

Hádegið.

Tortillur

Blómkáls“tortillur“
Algjör snild
Skítlétt að búa til og svo er bara velja sitt meðlæti
Þetta er bara snild og sjúklega gott

Uppskrift.
Einn blómkálshaus millistærð og búið til blómkálsgrjón.
2 stór egg
1/4 bolli saxað ferskt kóríander
safi úr 1/2 lime (um 2 msk)
1/2 tsk Maldon salt

Aðferð.
1. Hitið ofninn í 190 celsius

2. Þetta ætti að verða um tveir bollar af blómkálsgrjónum …rúmlega.

3. Setja grjónin í þurra grislu eftir að hafa kólnað.
Eða í sýju net (fæst í Ljósinu) og ná hverjum einasta dropa af vatni úr.
Mjög mikilvægt að allt vatn sé farið úr 🙂

4. Í skál, blanda blómkálsgrjónum, egg, kórander, salt, pipar og salti… eins er æði að nota Heita pizza kryddið frá Pottagöldrum.
Blandið þessu vel saman.
Móta síðan um 6 litlar tortilla hringi á bökunarpappír.

5. Bakið í 10 mínútur þá snúa tortilla kökunum við , og aftur í ofninn í til viðbótar 5 til 7 mínútur, eða þar til alveg bakað.
Alls ekki bakað nema rétt gyllt…ekki hafa dökkar kökur.

Svo er bara að græja sínar tortilla kökur 🙂
Og meðlætið getur verið hvað sem er.
Ég var með á mínum stappað avacado, rauðlauk, kál, papriku, yddaða gúrku, yddaða gulrót, tómar, kjúkling og rifin ost.
Smá salt og pipar yfir 🙂

Algjör snild….og fínt að eiga í nesti .

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s