Jóladagur og minningar.

10859508_10152857219520659_1479204426_n

Góðan daginn.

Svona er bara stemmingin á mínum bæ þennan morguninn ❤
Sátt og sæl .
Þakklát fyrir allt og á svona morgnum kallar maður fram minningar.
Mamma mín átti sín síðustu jól á síðasta ári.
Við vissum hvert stemdi.
Og kvaddi hún okkur snemma í febrúar á þessu ári.
Mikill er söknuðirinn ❤
En ég á yndislegar minningar um mömmu mína…sem var ein sú dásamlegasta jóla kúla sem ég hef þekkt.
Jólin hjá henni voru …..mikill undirbúningur sem hófst í byrjun nóvember.
Allt var tekið í gegn !
Veggir þrifnir…..loft þrifin og öll eldhústæki rifin frá.
Hún var þessi þrif kynslóð .
En áður en hún þreif allt eldhúsið bakaði hún allar gerðir af smákökum, randalínum og allskonar 🙂
Allir dallar voru fylltir og við systkynin fengum marga dalla til okkar eftir að við fluttum af heiman .
Og var fyrstirinn hjá okkur fullur af allskonar kökum……sem dugðu yfirleitt fram yfir páska ár hvert.
Hún var mikið jólabarn og vildi gleðja 🙂
Fallegir pakkar og vel úthugsað hvað hver og einn fengi.
Og yfirleitt fékk að vera með í pökkum handprjónuð listaverk eftir elsku mömmu.
Hún var kynslóðin sem saumaði allt og prjónaði….og ég var yfirleitt sem barn í nýsaumuðum fallegum kjólum sem fengu að vera dragsíðir…..því ég var prinsessan

Hún eldaði um jól góðan mat 🙂
Mamma mín kunni aldrei mikið við sig í eldhúsinu.
Hún var listamaður sem elskaði að hanna en kokkahlutverkið fannst henni leiðinlegt.
En á jólum kom jólakokkurinn upp í henni og voru réttirnir töfraðir fram.
Og mun ég alltaf minnast góða fiskihlaupið sem hefur fylgt okkur fjölskyldunni….mamma að leita af lúðu um allan bæ .
Í dag hefur bróðir minn tekið að sér að töfra þetta jóla-hlaup fram …mér til mikilla gleði.
Það er sumt sem verður að fá að vera bara 🙂

Minningar ❤
Það er svo gott að ylja sér við minningar.
Frænka mín ung kona í blóma lífsins kvaddi okkur 3 vikum eftir að mamma lést.
Ég trúið því að mamma umvefji hana og dekri .
Þannig sé ég fyrir mér þessi jól.

Njótið þess að eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum.
Knúsist og dekrið hvort annað og ykkur sjálf
Við vitum aldrei hvað gerist næst….svo njótum þess að eiga góðar stundir og búa til fallegar minningar.

Eigið dásamlegan jóladag.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s