Á hvaða kúr ertu ?

10749433_10152757082295659_1134609175_n

Góðan daginn.

Já það líður að helgi hvert fara þessir dagar sveimér þá 🙂

Ég er búin að fá ótrúlega mikið af skilaboðum síðastliðina daga.
Mikið spurt um matarheftið .
Og margir sem snúast í hringi „Hvað gerðir þú“
Hvaða kúr fórstu í ?
Máttu borða þetta??
Ertu ekki alltaf inn í eldhúsi??
Og allskonar 🙂

Það sem ég gerði 🙂
Ég fékk nóg.
Þá fara góðir hlutir að gerast.
Maður þarf að pompa á rassinn….og hreinlega standa upp og byrja upp á nýt.
Mitt gamla líf virkaði ekki lengur.

Ég fór ekki í neinn kúr 🙂
En vel hreint mataræði.
Sem oft er kallað í útlandinu „Clean eating“
Það er allt of sumt 🙂
En samt hellings mál í byrjun 🙂

Ég má borða allt .
En hvað ég vel mér er svo mitt að græja 🙂
Ef mig langar í súkkulaði ….fæ ég mér dökkt súkkulaði.
Ef mig langar í ís…..sem er alltaf hreinlega 🙂
Að þá set ég mér dag fyrir þá dásemd.
Vel yfirleitt föstudaga…..sem heilagan ísdag.
Ef mig langar í franskar kartöflur bý ég þær til.
Fæ mér rófu eða sætkartöflu franskar 🙂
E mig langar í hamborgara bý ég mér til einn þvílíkt girnó .
Heppin ég finnst ekki gott brauð með kjöti 🙂
Og nota grænmetið sem brauð.
Ef mig langar í súkkulaði köku, nammi og svoleiðis dásemd
passa ég mig að eiga til í frysti 🙂
Frosin vínber er sama sem brjóstsykur….grínlaust 🙂
Eiga til lítil hrástykki í frysti nammi….eða eitthvað bakað og hollt .

Ég er ekki týpan sem mæti í veislur og sit og grenja yfir öllu því sem ég MÁ ekki borða.
Heldur vel mér sem er svona nokkuð hollt og nýt þess að borða 🙂
Passa mig á að vera búin að fá mér kannski eitthvað hollt og gott þann daginn….til að vega upp veisluna 🙂

Ég elda stórt 🙂
Á grílupotta og fullt af frystiboxum.
Geri súpur, sósur, kjötrétti og allskonar fram í tímann 🙂
Steiki helling af grænmeti og á til í döllum bæði í ísskáp og frysti.
Hendi aldrei mat 🙂
Ef grænmetið er farið að slappast geri ég súpu eða sósur úr því.
Fimmtíu kalla deildin í Bónus er frábær í súpu og sósu gerð 🙂

Er þetta ekki mikið mál allt saman??
Jú í byrjun kannski….
En það er mikið meira mál að dragast með rúm 50 aukakíló með sér alla daga.
Svo ég vel frekar hreina góða fallega matinn minn 🙂

Njótið dagsins ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s