Gúllassúpa með ísl. byggi :)

10743579_10152753886535659_1594637783_n

Kvöldmaturinn 🙂

Þessi gúllassúpa var nú aldeilis góð 🙂

Gúllassúpa með Bankabyggi.
Og stútfull af grænmeti.
Rífur í ….en samt ekki neitt ofur sterk.
Og núna á ég stútfullan pott af þessari dásemd.
Og frábært að eiga svona í döllum inn í frysti eða kæli 🙂
Elska svona mat sem maður eldar stórt……og á í afganga.
Því hver nennir að hanga í eldhúsinu alltaf 🙂

Svo er ég að prufa mig áfram með baunabuff með Bankabyggi.
Og verð ég með uppskrift af því á morgun 🙂
Þarf aðeins að betrumbæta og dúlla….þetta er bæði stútfullt af hollustu og þræl ódýr matur……hver fílar það ekki 🙂

Hér er aðeins um Bankabygg.
http://www.vallanes.is/vorur/kornvorur/bankabygg/

Gúllassúpa með Bankabyggi

700gr Nautagúllas
2 laukar
5 Hvítlauksrif
1.msk Olia
1 1/2 msk. paprikkuduft
2 lítrar Vatn
2 msk. Grænmetiskraftur frá Sollu (duft í dollu)
2 msk. Kúmenfræ
2 tsk. Meiran
1 litil rófa
6 gulrætur
2 rauðar paprikur
1 gul paprika
2 dós tómatar í dós (sykurlausir)
5 dl. soðið bankabygg ( má alveg hafa meira bara eftir smekk)
Salt
pipar

1. Saxa laukin og pressa hvítlauk.
Steikið kjötið í olíunni í potti ásamt lauk og hvítlauk

2.Stráið paprikudufti yfir kjötið og bætið vatni í pottinn ásamt kraftinum, kúmeni og meirani.
Látið sjóða við vægan hita í 40min

3. Skera niður gulrætur, rófu og papriku í litla bita.

4. Bætið gulrótum,rófu, papriku,bankabyggi og tómötum í dós út í pottinn og látið sjóða við vægan hita í 30 min.

5. Kryddið ef með þarf…ég nota gott salt og cayenne pipar

Gott að nota sýrðan rjóma með þessari 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s