Nokkuð ánægð kona bara.

glasgow-cookery

Góðan daginn.

Í dag er ég svo þakklát 🙂
Stundum koma svona dagar þar sem manni líður bara vel.
Matarheftið mitt að detta inn um lúgurnar hjá ykkur 🙂
Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst.
Sjáið til ég er ekki sjálf að trúa þessu …..

Byrjaði alltof þung bæði á sál og líkama í Heilsuborginni.
Fann mig ekki alveg matarlega neinsstaðar.
Svo ég helti mér út í að finna lausn fyrir mig mig 🙂
Kynnti mér stigatalningu (Reykjalundarbæklingur)
Skoðaði þann bækling út í eitt.
Skrifaði matardagbók.
En vantaði samt kikkið upp á 🙂

Síðan byrjaði ég að taka myndir af matnum mínum.
Þá fór boltin að rúlla.
Þá gat ég fylgst með því sem ég var að borða…..á myndum.
Gerði einhvernvegin meira fyrir mig en orð á blaði.

Mataræðið kom ekkert til mín á einni nóttu 🙂
Ég er stöðugt að kynna mér hvað er í boði.
Og síðast en ekki síst…“Hvað hentar mér“
Því við erum öll svo allskonar 🙂
Þess vegna er best að finna sinn takt.
Gott að fá ráð hjá mörgun.
Og taka inn það sem hentar manni .

Að taka sjálfa sig í gegn er stórmál 🙂
Og er ekki eitthvað sem gerist einn tveir og þrír.
En í dag líður mér vel 🙂
Það er svo stórt atriði.
Að geta verið sátt við lífernið sitt.
Ég gæti ekki lifað ósátt með mitt mataræði, hreyfingu eða lífið almennt.
Þess vegna er svo mikilvægt að finna sinn takt.
Ekki gefast upp.
Finndu það sem þér hentar.
Það getur verið svo margt semhægt er að púsla saman.
Skoðaðu hinar ýmsu vefsíður tengda mataræði og hollustu 🙂
Instagram er frábær leið í að kynna sér hvað aðrir í heimi heilsu eru að gera.
Þar eru fult af uppskriftum og ráðum.

En ég er nú yfirleitt ekki þessi sigri hrósandi kona 🙂
En ætla bara að fá að vera brosandi í dag….
Matarheftið mitt varð að veruleika 🙂
Í dag er vika fjögur á námskeiðinu „Kenndu mér að borða rétt…..og góðri heilsu halda létt“
Þetta er annað námskeiðið okkar og varð uppselt á eins og það fyrra 🙂
Svo í dag elda ég trefjaríkan flottan góðan mat 🙂
því vika fjögur hjá okkur er allt um trefjar.
Og hlakka til að skella upp hlaðborði í lok dags 🙂

Já lífið er bara ljúft ❤

Njótið dagsins….og afsakið hvað ég er eitthvað hálf montin í dag 🙂
En ætla fá að vera svona í nokkra daga bara 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s