Góðan daginn.
Sunnudagsmorgun það er eitthvað svo þægilegt 🙂
Og gott að hafa svona dag sem maður hleður batterýin.
Hvernig er með þetta sjálfsöryggi ?
Hvenær megum við vera stolt af okkar líkama?
Er það þegar að nánast „photoshop“ lúkki er náð ?
Erum við þá orðin nógu í lagi?
Má ekki vera eitt aukakíló eða hvað mega þau vera mörg auka til að við séum í lagi?
Þessi heimur er orðin svolítið töff.
Og allir eiga að vera nánast „forever young“ og ótrúlega flottir.
Ég hef aldrei haft sjálfsöryggi á sjálfan mig.
Því ég hef alltaf verið of feit, of hávaxin, of stórt nef, ljótan maga, stóra kálfa , feitt bak…..
Og talningin getur haldið endalaust áfram.
Hvaðan koma þessar hgmyndir inn í kollinn á manni?
Í dag sé ég að þetta eru ranghugmyndir 🙂
Ég er alveg tipp topp eins og ég er.
Það er alltaf hægt að gera betur ……en sumt er bara alveg nóg 🙂
Það er mér þvílíkur léttir að viðurkenna þetta fyrir sjálfri mér.
En þegar að maður hefur haft þessar hugmyndir alla ævi….breytist þetta ekki yfir í 100% sjálfsöryggi á einni nóttu.
Nei ég þarf að læra að þykja það vænt um mig að bjóða mér ekki upp á niðurrif deginum lengur 🙂
Við erum öll alveg í 100% lagi ….sama hvað vigtin segir 🙂
Hana er hægt að laga upp eða niður.
En hættum að vera með endalaust niðurrif.
Ég er að skrifa þetta í dag því ég hitti svo oft fólk sem fer í flækju þegar að það hittir mig í dag.
Eins og ég sé einhver önnur manneskja eftir að hafa misst nokkur aukakíló.
Það fer í vörn og byrjar svo oft að afsaka sig
„ég er nú ekki svona dugleg eins og þú“
“ eg er nú með mín aukakíló…alveg að fara gera eitthvað ….hehehe“
Sumir hreinlega fara fram hjá mér á flótta.
Það er afþví fólk er í vörn.
Því það skammast sín …..því ef hún gat þetta þá Á ÉG að vera búin að gera þetta líka!
Iss við erum öll allskonar 🙂
Og ég er ekki heilög 🙂
Og geng um með mín aukakíló ánægð í dag.
Ætla hætta dæma sjálfan mig fyrir endalausa þvælu.
Og mæli með að allir taki sér það til fyrirmyndar 🙂
Brosum framan í lífið ❤
Sama í hvað vigt við erum.
Við erum hvorki betri né verri …..en nokkur annar 🙂
Njótum dagsins 🙂
Minn dagur fer í það að pakka matarheftum ….og dagurinn er full bókaður.
Takk fyrir kærlega þið sem hafið verið að panta 🙂
Núna er ég alveg að vera komin með að opna allan póst.