Jæja í gær hljóp ég eins og vindurinn 🙂
Ég er engin hlaupa drottning og get seint sagt að mér þykir auðvelt að hlaupa.
En stundum gerir maður bara það sem þarf 🙂
Tók þátt í Heilsuborgarhlaupinu annað árið í röð.
Þetta eru 5 kílómetrar.
Og það er fyrir mér mjög mikið hehehhe
En þetta hafðist fór á 34 min sem er 1 min betra en í fyrra.
Já framför er framför sama hvað sagði einhver mér 🙂
Peningur um hálsinn og allt.
Já svona sannarlega er allt hægt ef vilji er fyrir verki!