Góðan daginn.
Ertu hrædd/ur?
Er margt sem að hræðir þig vegna þess að þú getur ekki gert hlutina?
Ég fór í smá leik á sjálfan mig fyrir all nokkru.
Að það sem ég hræðist ýti ég mér útí.
Að fara alltaf aðeins lengra.
ýta sjálfri mér út í það ómögulega
Þegar að ég tók þá ákvörðun að prufa í siðasta skiftið að koma mér úr verulegri offitu yfir í hraustari eintak þá breyttist margt
Ég skráði mig á ársnámskeið hjá Helsuborg og við tók ferðalag sem eg er ennþá í á fullu í
Og búin að fatta að þetta ferðalag er heimsreisa og til tunglsins ….
Og sennilega endar þetta ferðalag ekki fyrr en ég fer í ferðina til eilífðar 🙂
Á þessu ferðalagi mínu er ég búin að skoða marga staði sem ég vissi ekki einu sinni að ég ætti erendi til
Algjörlega búin að umbylta lífinu og ýti mér stöðugt í aðstæður sem ég hræddist svo aður .
Ég vildi helst vera sú ósýnilega…..
Ekki sjást því of feit.
Mislukkuð.
Sú sem ekki gat verið þetta flotta í gyminu og verið með þetta.
Allt „heimatilbúin steipa“
Í dag er ég bara ég .
Nokkuð mörgum kílóum léttari jú .
En alveg með allskonar nýjar áherslur á hvað sé hægt að laga!
Ekki byggja mér helli þar sem ég gat stækkað inn í og falið mig.
Heldur hjálpa sjálfri mér að verða bara betri ég ekki betri einhver annar.
Sættast við sjálfan mig 🙂
Það er bara alltí lagi að vera maður sjálfur.
Og vera bara bestur í þvi.
Hætta vilja vera svona og hinsegin alveg eins og þessi „flotti“ sem allt getur .
Ef þú gerir þitt besta fyrir sjálfan þig þá er það bara meira en nóg .
Við erum öll allskonar og eigum að fá að vera þannig.
Ekki vildi ég að heill heimur væri alveg eins og ég…..mikið væri það skrýtið 🙂
Jæja ég er komin í gallann og læt Tabata hrista lífi í mig í morgunsárið.
Njótið dagsins.