Sumarfríið á enda.

10617691_10152581540005659_391540237_n

Góðan daginn.

Sveitasælan er í hámarki núna.
Sultuslök eins og fáninn fyrir utan bústaðinn sem hangir eins og lufsa þarna bara og gerir lítið 🙂

Fórum í svo langa göngu í gær um Skagafjörðinn í leit af Bláberjum.
Fundum líka svona flott útblásin og full þroskuð Bláber .
En það er ekkert auðvelt að fara í Berjamó 🙂
Hoppa um allt , klífa, leita, príla og koma sér í smá sjálfheldu .
Þetta er allt saman hin príðasta æfing…..því ég er með harðsperrur í dag.
Og fullan ísskáp af Bláberjum .
Sem fer svo í frysti við heimkomu.
Gott tímakaupið við þessar æfingar.

Annars var ég að huga hvað ætli margir séu núna á leiðinni í MEGRUN , ÁTAK, HREINSUN ??
Því það er komið haust og nú skal losa um spikið og óhollustuna.
En að sleppa svona trikkum og fara bara í þetta einfalda .
hreint mataræði og borða mat.
Virkilega breyta til ég hef ekki á móti því að fólk breyti til í mataræðinu .
En þú þarft ekki að svelta þig til að losa um kíló.
Þarft ekki að slíta alla vöðva og vakna grenjandi eftir einhver átakstíma sem var nokkrum númerum of stór fyrir þig.
Allt er best í hófi 🙂
Og að finna milliveginn og njóta það er málið.
Hvað er hreinn matur??
Spáðu aðeins í það  .
Þar finnur þú nefnilega næstum öll svörin í átt að betri líkama.
Betri líðan og sáttari þú .

Sjá þetta litla krútt sem heldur í hendina á þreyttu mömmu sinni.
Og svo í dag orðin svona stór og mamma umvefur af ást…elska þennan litla karl meira en allt ❤
En það er ekki þreytt mamma þarna á ferð .
Heldur mamma sem getur stokkið um móa, farið í göngur og notið lífsins lifandi með fjölskykdunni sinni.
það er heila málið.
Njóta.

Eigið góðan dag .
Minn er í brakandi blíðu Norður í Skagafirði.
Þar ætla ég að njóta dagsins í dag og fara svo til hennar Reykjavíkur á morgun.
Sveitin hefur gert mig betri eftir aðeins vikudvöl .
Búin að hafa nógan tíma í að spá og spögulera í þessu öllu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s