Já ég verð að segja að þessi dagur í gær kom mér sannarlega á óvart.
Jú kannski þegar að sólin skín er allt fallegt?
En Skagafjörðurinn fór í sparibúning og kynnti mig fyrir þvílíkri fegurð í gær
Í dag ætlum við að keyra til Akureyrar.
En langa leið og skoða Siglufjörð og Ólafsfjörð.
Málið er að þegar ég var barn fór ég alltaf í ferðalög með mömmu og pabba…en alltaf til útlanda
Hef eiginlega ekki skoðað Ísland mikið.
En er aðeins byrjuð að kíkja á þetta og veðrið í sparibúning sem betur fer
Og ég er allavega ekki svikin eftir þennan gærdag.
Hofsós og Hólar fallegt er það
Og mæli með sundinu á Hofsósi.
Það er einhvernvegin útúr kortinu fallegt og ævintýraleg upplifun að svamla þarna um
Og ég sem ætlaði ekki í sundbol og í sund!
En ákvað að fara út úr þægindarramma og skella mér bara.
Það er svo ótrúlega skrýtið að fara þessa leið að því að verða hraustur og fit.
Að svelta ekki af sér kílóin.
Borða af sér kílóin frekar
Njóta þess að vera til og hafa gaman af.
Ekki vera bundin við fúlan mánudag í átt að horuðum líkama.
Ég verð aldrei horuð.
En ætla mér svo sannarlega að verða sterkari og hraustari
Hætt að miða líkamann minn við að verða mjó.
Ég var með svo miklar ranghugmyndir á eigin líkama hér áður.
Sá fyrir mér annað hvort akfeit eða mjó.
Hvað er af því að vera bara þar á milli???
Ekkert og vera hraust og ánægð með sinn eigin líkama,.
Að borða hollt.
Að rækta líkamann sinn.
Sættast við sjálfan sig og vilja sjálfum sér vel.
Það er málið
Jæja gallinn minn fer í tösku.
Og hollt nesti ásamt vatnsflösku.
Ætla kannski að finna „ræktina“ á Akureryri á eftir
Langar að lyfta.
Hvert fer konan í gleði á Akureyri??
Njótið dagsins í góða veðrinu .