Eins einfalt og hægt er að vera
Algjört nammi og tekur örstuttan tíma að græja…
Hakkréttur
Nautahakk ( Gott Nautahakk…ekki með einhverjum aukaefnum eða blandað drasl
1 dós Tómatur í dós
Rauð Paprika
Rauðlaukur
Sellery
Frosnar gular baunir
Sveppir
Chilly
hvítlaukur
Gulrætur
Saltverkssalt-pipar og Oregano
Grænmetið skorið smátt og steikt.
Salt og pipar.
Kjötið steikt með salt , pipar og Oregano
Allt sett saman í pott og bætt í Tómötum í dós/fernu
1/2 dós vatn á móti 1 dós Tómatar
Og allt soðið saman.
Fínt að sjóða í svona 10min.
Á meðan að allt mallar setti ég svo eina Rauða Papriku inn í ofn og bakaði….þegar tilbúin mjúk og fín ( verður djúsí og sæt) fyllti ég með gummsinu og lét inn í ofn í 5min á 200gráður
Síðan reif ég yfir Parmesan….og volla djúsi og gott.
Hakkrétturinn var svo með spelt spagetti fyrir hina meðlimi fjölskyldunar.