Himneskt rjóma „Kúrbíts“ pasta
Ég sleppi að mestu Pasta og hvítum grjónum…
Nota frekar Blómkálsgrjón og Kúrbít
Til að gera svona Kúrbítspasta….þarf smá kúnst.
Þarft að eiga rifjárn …leggja það á hlið og nota grófari hliðina .
Leggja Kúrbítinn á járnið og rífa í ræmur.
Setja síðan í sjóðandi saltvatn og sjóða alls ekki lengur en rétt mínútu.
Skella beint í sigti og láta leka vel af .
Passa að þetta verði ekki af mauki..mjög auðvelt að klúðra…en ekki gefast upp
Sósan jummí alla leið
Þetta var fyrir fjóra.
Bacon velja magurt.
Bara magn eftir smekk.
1 rauð paprika
1 poki ferskt spínat
Perlulaukur eða mildur laukur..bara eftir smekk ég notaði mikið
4 rif hvítlaukur kramin
1 Kallo teningur
1 box létt ostur sveppa
smá camenbert….bara á stærð við eldspítu stokk.
4 dl vatn ( sauð og setti teninginn út í )
4 dl. fjörmjólk
1 dl Kaffirjómi …alveg í lokinn.
Skera baconið í smáa bita og steikja.
Skella svo öllu grænmetinu …sem er best skorið smátt út í.
Síðan vatnið með teningnum.
Ostinn út í og hræra öllu vel saman
Bæta svo mjóllkinni við og kaffirjómann.
Æði að pipra vel
Þetta var alveg sjúkt gott.