Flottur desert á jólum.

1512841_383376041809996_2708289962518242638_n

Jólin að fara skella á og margir sem kvíða þeirri hátið.
Það eru ekki allir sem ráða við mataræðið sitt á jólum.
En jólin eru til að njóta ❤

Hér er desert sem kætir líkama og sál.
Og allt í lagi að borða hollt og gott með á jólum.
Börnin eru sjúk í þennan desert 🙂

Í þessari skál er:

Avacado súkkulaði búðingur.

1 meðal stór avocado eða 2 lítil ( hafa vel þroskuð )
0,4 dl agave sýróp
2-4 msk hreint kakó
1-2 msk fljótandi kókosolía
1 tsk vanilluduft ( Rapunzel) eða dropar
Örlítið salt…nokkur korn
Fjörmjólk eftir smekk.
Fer eftir hvað maður vill hafa búðinginn þykkan.

Aðferð.

Allt sett í matvinnsluvél og unnið saman í silkimjúkan búðing.

Þá fá sér búðing og nóg af ferskum ávöxtum.
Tildæmis jarðaberjum, kívi og rifsberjum.
Grísk jógúrt er sjúklega góð með svona desert.

Njótum jóla ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s