Kvöldmaturinn.
Eins og þið flest öll vitið er lax hreinlega mitt besta uppáhalds í öllum heiminum 🙂
Ferskur flottur og gull fallegur lax…ekkert betra.
Svona gleði fæ ég hjá Hafið Fiskverslun í Hlíðarsmára 🙂
Sem er orðin mín uppáhaldsbúð.
Og ekki skemmir fyrir að Nings er á móti 🙂
Laxinn hjá Hafinu er alltaf dásemd.
Og svo gott að getað gengið að flottum fisk ….eina það er valkvíðinn 🙂
Ég var með tvö í takinu….“Steinbítur eða lax“
En auðvitað vann laxinn.
Steinbíturinn hjá þeim með lime og kórander…..mæli með þeirri gleði.
Ég keypti mér heilt flak og roðfletti sjálf.
Ég verslaði fiskinn í gær…og þess vegna lét ég ekki roðfléta fyrir mig.
Finnst hann haldast alveg súper ef roðið er á og maður þarf að geyma í sólahring.
En það er sko aldrei mál að fá fiskinn roðflettan hjá þeim…sem mér finnst mikil kostur.
Stundum langar manni bara í eitthvað sjúkt ❤
Og þetta varð einmitt akkúrat þannig.
Lax fyltur með heimalöguðu spínat pestó.
Að laga pestó tekur bara nokkrar mínútur 🙂
Þetta pestó .
2 hressilegar lúkur af spínat (lítill poki)
1/2 poki ristaðar furuhnetur
1 dl. cashew hnetur
Rúmlega hálfur parmesan ostur
1 msk. basilika (ég átti ekki basliku ferska svo notaði 1 msk. þurrkað krydd…..en annars nota ferska og svona tæplega hálft búnt)
2 cm chillí ferskt
2 rif hvitlaukur
3 msk. góð olívuolía
Maldon salt
Ný mulin pipar
Og gott að kreista aðeins lime safa útí .
Allt í matvinnsluvél og vinna vel saman 🙂
Reddý!
Smakka sig til…
Laxinn roðflettur og skorin í bita.
Skera umslag í fiskinn og fylla með pestó.
Gott er að hafa ferskan aspas með .
Krydda fiskinn með Maldon salti og pipar.
Og smá lime yfir 🙂
Inn í ofn og baka .
Ég er með ofninn minn stiltan á 200gráður.
Og baka fiskinn ekkert sérlega mikið…..mæli með að fólk finni sitt 🙂
Því ég er alls ekki hrifin af of elduðum lax..en aðrir vilja hann þannig.
Með þessu var ég með salsa…
Ferskt mango
Avacado
Granat epli
Jarðaber
Bláber
Og blanda öllu vel saman….
Svo gott með fiskinum 🙂
Smá sætt á móti pestóinu.
Ég var líka með tagatelli pasta fyrir fjölskylduna….og þá með meia af pestó.
En sleppi sjálf pastanu.
Hér voru allir sáttir og „Þetta má sko gera fljótt aftur mamma“
Þá er mamman glöð 🙂
Njótið kvöldsins…mín bíður ís .
Föstudagskvöldin mín er annað hvort Vesturbæjar ís eða Skalli 🙂
Lífið er súper ljúft ❤