Hvar verslar þú ?

shopping-cart-636-e1311353322927

Góðan daginn.

Ég er svo oft spurð …
„hvar verslar þú eiginlega“
„er þetta heilsubrölt ekki dýrt“
„ertu bara að versla í heilsubúðunum“

Ég versla allstaðar þar sem ég finn góða vöru á góðu verði 🙂
Þær búðir sem eru næst mér eru Þín Verslun Seljabraut sem er mín uppáhalds búð.
Þar kemst ég í kjötborð 🙂
Og allar tegundir af Pottagaldrakryddum.
Og alltaf grænmeti sem er kaupandi.
Nettó er með fullt af tilboðum þar er ég líka annsi mikið 🙂
Og mér finnst grænmetis og ávaxtadeildin súper góð þar.
Krónan sérstaklega í Lindum er frábær fyrir hollustuna.
Og þeir eiga alltaf til svo góðan ferskan Lax.
Bónus …úff af því ég verð.
Víðir , Fjarðarkaup og Þín verslun væri þær búðir sem ég helst mundi vilja versla við.
Svo á ég mér líka eina uppáhalds búð Bændamarkaður frú Laugu það er eins og lítil konfekt markaður fyrir mig 🙂

Síðan á sumrin er maður útum allt þar sem grænmetið fæst á góðu verði 🙂
Og dásamlegt að skreppa í Mosó og hlaða sig upp.

Ég elska góðar fiskbúðir 🙂
Fiskikóngurinn er flottastur .
Hafið kemur líka sterkt inn.
Og fiskbúðin í Mjódd er líka æði.
Annars bara endilega gott fólk kíkið í fiskbúðir 🙂

Mínir veitingastaðir fyrir skyndibita…
Culiacan HollurogGóður
Gló
Tokyo Sushi
LIFANDI markaður
Og örugglega margir í viðbót 🙂

En er þetta ekki bara alltof dýrt…..
Neibb.
Þegar að þú ert komin með rútínu á góða matinn.
Hreinan mat.
Hættir að kaupa ruslið.
Og býrð þinn mat til sjálf/ur þá er þetta ekki neitt til að grenja yfir 🙂
Jú við erum náttúrlega öll sammála að hér á landi er matvara lúxusvara því miður.
Og á að hækka enn meir með hækkandi matarskatti.
Sem ég fordæmi!

Ég kaupi ekki eina dollu af lyfjum lengur 🙂
Spara mikið þar.
Gat hætt á öllum lyfjum við að breyta um lífsstíl.
Það er fyrir mér stæðsti sigurinn 🙂
Og lyfin eru dýr!

Nú svo er um að gera þekkja bónda og sjómenn 🙂
Því þá er hægt að ná matarreikningum vel niður 😉
Á sumrin rækta sitt grænmeti .
Og allt árið í kring að rækta sínar kryddjurtir.

Lífið er ekki einn breiður vegur heldur allskonar.
Og maður þarf að hafa fyrir þessu öllu.
Meta og velja hvað hentar manni.
En fyrir mitt leiti kýs ég hreina matinn og þakka hvern dag sem ég vakna frísk og til daginn 🙂

Komin í gallann…Tabata í morgunsárið 🙂
Skella mér svo í kvöld á námskeið hjá sollu á Gló og læra að búa til Rauðkál fyrir jólin 🙂

Njótið dagsins ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s