Engin trikk virka heldur bara almenn skynsemi.

10455152_551772278287341_2691775185930356795_n

Góðan daginn.

Hver er galdurinn Sólveig ?
Var spurð af þessu í gær…..og sá sem spurði vildi virkilega fá svar 🙂
Kom svolítið flatt upp á mig.
Afhverju ?
Jú því þetta er engin galdur 🙂
Er bara svo auðvelt.

Nú auðvitað er þetta svona auðvelt eftir á 🙂
En er þetta svona auðvelt í byrjun?
Ég hefði gert þetta strax…..það sem ég geri í dag ef ég hefði fattað þetta fyrr 🙂
Að borða hreinan mat.
Hætta að horfa í hillurnar á „kraftarverka pillurnar“ þær eru djók 🙂
Og sá sem kemur pillunum sínum að með mest augl. hlær allaleið í bankann 🙂
Já neibb..leifi frekar grænmetisbóndanum að brosa 🙂
Og í dag borða ég allan mat.
En sleppi því að láta vinna fæðuna í drasl….
Kaupi hreint kjöt, fisk og aðrar vörur sem er minnst búið að eiga við.
Ef innihaldslýsingin er löng og með allskonar sem ég ekki skil….í hilluna aftur.
Framleiðendur eru snillingar 🙂
Þeir vita að við reynum að kaupa sem minnst af of sykruðum mat.
Nú þá finna þeir leið til að trikka okkur.
Nota allskonar sykur….svo hann sé ekki í fyrsta sæti á innihaldslýsingunni 🙂
Snilingar.

Þegar að maður borðar hreinan mat verður líkaminn miklu skemmtilegri.
Minn líkami var hundleiðinlegur hér áður.
Enda gekk á slæmu bensíni 🙂

Og hreyfingin var í lámarki…svo líkaminn hökti.
Í dag er ég 46 ára gömul….er það ekki miðaldra 🙂
Og í mínu besta formi lífs míns 🙂
Svo aldrei gefast upp 🙂
Þetta er hægt….gamla hundastelpan ( kann ekki við að skrifa tíkin) lærði að sitja og hlusta 🙂
Og henda sér út í djúpu laugina og synda sem óð 🙂

Með þessum orðum hysja ég gallnn upp….urra mig í gang og tek á því með hressum Heilsuborgurum 🙂
SKAL-VIL-GET ❤

Njótið dagsins.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s