Að verða léttari á sál og líkama.

10694900_10152644298685659_618977003_n

Góðan daginn.

Það eru svona myndir sem hvetja mig áfram.
Ég þarf bara að horfa á myndina til vinstri og sjá þjáninguna í andlitinu .
Að vera alltof þung mamma sem langar samt að gera og græja allt með ungunum sínum.
Það var oft erfitt.
Líka með MS sjúkdóminn sem virkilega þolir ekki aukakílóin og lélegt mataræði.
Þarna var ég annsi þung en ekki á mínum þyngsta punkti samt.

Myndin til hægri 🙂
Litli glókollur að ná mér í hæð samt bara rétt orðin 11 ára 🙂
Í dag er ég í þessu stússi hanns vegna líka.
Hann er eins og ég þarf næstum að hugsa um eina litla bingó kúlu þá er hún komin á mann í stærra formi .
Þessi elska finnur þvílíkan mun á sér í dag .
Hann elskar holla matinn hennar mömmu sinnar.
Hann léttist um 9 kíló við að breyta um mataræði.
Honum finnst svo gaman að fræðast um matinn sinn.
Afhverju og hversvegna….hann þarf að vita þetta allt.
Enda flottur körfuboltastrákur sem ætlar sér langt í lífinu.
Og gerir sér strax grein fyrir því að mataræðið skiptir svo miklu máli.

Já það eru oft myndirnar sem koma mér aðeins lengra.
Oft finnst mér ég vera bara sú gamla þreytta alltof þunga kona sem ég var áður 🙂
Þá þarf ég að staldra aðeins við.

Þetta hvetur mig áfram alla leið .
Að vilja alltaf gera aðeins betur.
Og verð nú líka að fá að þakka ykkur öllum sem eru hérna á síðunni minni.
þvílíkur stuðningur og áhugi.
Ég fæ alltaf fleiri og fleiri skilaboð.
Fólk er að vakna það sér að ég er ekki í kúr.
Maturinn er fallegur og góður.
Og hreyfingin er mér skemmtileg.
Hvað þarf venjuleg húsmóðir í úthverfi að gera til að fara þessa leið 🙂
Jú hugsa að fæðunni.
Og njóta hreyfingar.
„Thats it“
Engin geimvísindi.
Við höfum öll þessi tæki og tól til að breyta fæðunni yfir í hreina góða fæðu .
En hægt og rólega 🙂

Njótið dagsins.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s