Hádegið.
Tabata í morgunsárið.
Og Sigga kennari er ekkert að fara neitt silkimjúkum höndum um okkur kellurnar.
Alveg með þetta og bara gaman.
Svona gleði eins og Tabata er kallar bara fram í manni að gera betur.
Svo maður klikkar ekki á mataræðinu 🙂
Fékk mér léttsteikt grænmeti , kjúklingabaunir, alfaspírur, reykta bleikju og slettu af „trikkinu yfir“ en það er semsagt eftir eldun og það er graskersolia.
Ein tsk. yfir allt og þetta breytist í sælkera rétt 🙂
Ég er með Rapunzel olíuna.
Smakkaði svona um daginn og varð að fá þessa olíu 🙂
Og þvílíkt nammi.
Skar niður.
Papriku
Vorlauk
sveppi
Gulrætur
Mango
og steikti ásamt kjúklingabaununum.
Yddaði yfir kúrbít í rétt blálokin ( ekki gott að elda hann mikið)
Kryddaði með salt-pipar-hvítlauk-chilli
Síðan setti ég þetta á disk.
Alfa spírur yfir og reykta silunginn.
Vel að pipar og olíuna síðan bara njóta ❤