Súkkulaði ís ….hollur og freistandi :)

1911901_286943091453292_1829408537_nSúkkulaði ís í sólinni 🙂

4 frosnir bananar

4 mjúkar döðlur ( gott að rífa aðeins niður)

Fjörmjólk eftir smekk…bara örlítið ef blandarinn er öflugur ( annars aðeins meira)

2 msk. gott kakó ( ég nota sollu kakó )

Allt í blandara og tekur nokkrar mínútur.

Ég skellti svo smá grískri jógúrt yfir og toppaði mér fræjum úr granatepli .
Smá melóna og málið er dautt 🙂

Njótið og samviskufrítt!!
Minn drengur elskar þetta gott eftir skóladaginn 🙂

Færðu inn athugasemd