Lífið er bara frábært :)

1972494_286861921461409_1369044792_nGóðan daginn .

Já við verðum öll að byrja á byrjunni .
Ef maður ætlar að flétta rétt í gegnum hlutina fær maður þetta ekki alveg 100% rétt 

Ég er frekar hugsi í dag og með bros á vör 🙂
Sit og skrifa og hugurinn á fullu.
Lífið er svo fullt af tækifærum og skemmtilegum uppákomum.
Og stundum tekur stefnan í lífinu bara á rás….og maður bara klórar sér í höfðinu og spyr sjálfan sig „Hvað gerðist og hvernig kom þetta til “
Ég var þessi kona fyrir nokkrum árum…..allt of þung.
Líkamlega og andlega búin að keyra mig í þrot .
Að vera alltof þung/ur lengi er mikil birgði að bera!
Að hugsa sér í dag ef ég setti 50 kíló í bakpoka og þyrfti að komast í gegnum daginn með þessa extra þyngd.
Bara hreinlega ekki viss um hvort ég bara mundi treysta mér í það 🙂

En hvernig fór ég að þessu ?
Bara skil ekki alveg 🙂

Því ég var ekki einu sinni að stefna á þetta sem ég er að gera í dag.
Ég sem bara vildi verða mjó !
Og eina sem komst að ….“Missa kíló“
Byrjaði með því takmarki.
Fljótlega eftir að ég byrjaði í Heilsuborg gufaði þessi hugsun upp.
Að verða mjór hreinlega varð fyndið fyrir mér 🙂

Ég var fljótlega komin á skrið og tók hlutunum alvarlega !
Vildi læra og var opin fyrir öllu því sem inn fór…bæði í tímum og að fyrirlestrum .
Svampur og hreinlega bara helti mér á fullu í allt sem viðkom heilsu .
Því ég tók þá ákvörðun að ná HEILSU!
Verða mjó var allt í einu gufað upp…
Ná heilsu fá þol og styrk …gott mál 🙂
Mataræðið varð fyrir mér sem lækning.
Lækning á offitu og að ná MS sjúkdóminum í betra far.
Svo ég henti mér á fullt að finna út og fékk góða hjálp frá góðu fólki .
Hvaða matur er hreinlega í lagi!
Hvað er hreinn matur og hvernig eldar maður svona svaka hreinan góðan mat.
Jú hreinn matur er það sem ekki er unnið og búið að hreinlega skemma!
Svo byrjaði ég að rækta mitt grænmeti …það er stuð 🙂

Það eru að verða komin tvö ár síðan að ég byrjaði í Heilsuborginni.
Sá staður opnaði fyrir mig annan heim .
Ég sá allt í einu að þetta er hægt.
Og ég er ennþá jafn mikill svampur og áður 🙂

Í dag er þessi venjulega kona sem lítið vissi annað en að hún vildi verða MJÓ komin á allt annan stað í lífinu 🙂

Mjó verð ég aldrei .
Mjó vil ég ekki verða…
„Hell no“ 🙂
Ég æfi það mikið og tek þungt svo ætla vona að vöðvarnir mínir verði aldrei mjóir 🙂
En aftur á móti er ég komin í gott form!
Kjörþyngd??
Nei og með mín aukakíló 
Tek á þeim og æfi og borða í samræmi við það .
En að það hangi á sálinni lengur að verða „stína stöng“…er gufað upp 

Ég byrjaði að skrifa inn á þessa síðu fyrir nokkrum mánuðum.
Og í dag á ég rúmlega 3.700 vini sem hafa staðið við bakið á mér 
Og mikið sem ég er þakklát…ég er ekki ein í þessari ferð.
Við erum hellingur af allskonar fólki sem þráum að helsan sé í lagi 

Ég birti líka smá pistla og uppskriftir á www.h220.is
Það er vefur sem er úr Gaflarabænum mínum 
Og sá vefur er orðin annsi öflugur og flottur.
Og mjög gaman að hafa fengið tækifæri á að vera með þar.

En svo er líka mjög skemmtilegt framundan  
Og mun ég innan tíðar fara birta pistla frá mér á
www.heilsutorg.is
Það er frábært tækifæri !!!
Því þetta er einn af mínum uppáhalds síðum 
Fróðleikur og margt þar sem hentar mér vel.
Og ég svo þakklát fyrir þetta tækifæri.
Þarna fæ ég þessi venjulega kona að sína fram á að þetta er hægt með endalausri þolinmæði 

Síðan er ég byrjuð í markþjálfun 🙂
Er sjálf í markjálfun þessa dagana.
Og dúndur gaman 🙂
Var að opna vefinn minn www.lifsstillsolveigar.com
og það er líka hellings lærdómur.

Það er svo margt gott sem út úr þessu brölti mínu að betri heilsu hefur skilað sér 
Og ég er dúndur stolt af sjálfri mér 🙂
Kona hátt á fimmtugs aldri sem aldrei hefur stundað áður líkamsrækt!
Eða haft áhuga á því brölti….
Er vöknuð til lífssins .
Með opnum hug held ég áfram 🙂

Þetta er hægt!
Bara….
SKAL-VIL-GET 🙂

Jæja komin í gallann…föstudags púlið að fara í gang.
Lífið er NÚNA og um að gera njóta 🙂

Eigið góðan dag 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s