Eggjakaka á 10min
Ég notaði í þessa eggjaköku.
Aspas ( ferskur )
1 egg
2 Eggjahvítur
Tómatur
Vorlaukur
Avacado
Camenbert
Kjúklinga bringa ( afgangur frá því í gær)
salt
pipar
Kjúklingakrydd frá Pottagöldrum
1 tsk. olía ( til að steikja Asparsinn)
Skera grænmetið niður eftir smekk.
Hita oliu á góðri pönnu sem má fara inn í ofn.
Steikja Aspars.
Hella vel hrærðrum egg/hvíta yfir .
Þá raða grænmetinu ofan á ásamt kjúkling og krydda.
Steikja og láta síðan ostinn yfir og inn í ofn.
Hafa ofnin vel heitan…ég nota bara yfirhitann og alveg í botn.
Bara örfáar mínútur.
Alls ekki ofelda þetta.
Svo einfalt og hægt að nota nánast allt í þetta.
Nýta afganga og hollt og gott.