
Þá er að smella í þessi stykki….fínt að taka með sér í nesti
Og börnin mín eru sko hrifin af þessum
Granóla Bar.
1 Bolli Möndlur
1 Bolli Cashews hnetur
¼ Bolli Graskersfræ
¼ Bolli Sólblómafræ
¼ Bolli Hörfræ
¼ Trönuber
½ Bolli Kokosflögur
¼ Bolli Kokosolia
½ Bolli Hunang ( úr Maður Lifndi)
1 tsk. Romm dropar
5 Dropar vanillu stevía
1 tsk. Gott salt
Setjið Möndlur , Cashews Hnetur og kokos í matvinnsluvél . Bara hræra nokkra hringi.
Setjið í skál.
Blandið saman Kokosoliu,Hunangi og romm dropum ….og hitið smá í örbylgju.
Blandist í skálina.
Síðan allt hitt sett út í .
Hrært vel saman og sett á ofnskúffu með bökunarbappír á.
Flatt vel út og bakað í 20min á 180gráðum ( fer eftir ofni)…..tekið úr ofninum og látið kólna í um 20min.
Eftir það er þetta skorið/brotið í stykki eða mulið sem morgunkorn
Verði ykkur af góðu
Merkja myndBæta við staðsetningu