
Hálfgert eggja brauð….svipað og steinaldarbrauð/paleo sem mörgum finnst voða gott.
Ég var nokkuð ánægð með þetta brauð ….æði með Avacado
Brauðið
1 dl möndlumjöl
1 dl Sesammjöl
2 dl hörfræ
2 dl sólblómafræ
1 dl sesamfræ
1 dl graskersfræ
1 dl FiberHusk
2 1/2 tsk salt
2 dl rifnar gulrætur
5 egg
1 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk matarsódi
3/4 dl olía
1/2 dl vatn
Blandið öllu saman í skál og gott að baka í silicon formi.
Bakið við 160° í klst.