
Innihald.
200gr Heilhveiti
50gr Möndlumjöl ( bara gera sjálfur
90gr Fræ eða Haframjöl
1 msk. Vínsteinslyftiduft
1/2 tsk. gott salt
200gr AB-mjólk
1/2 tsk. Agave sýróp
Aðferð.
Blandið Heilhveiti,Möndlumjöli, vínsteinslyftidufti og salti saman í skál.
Hrærið AB mjólk og agavesíróp saman og hellið út í skálina.
Hrærið varlega í deiginu .
Gætið þess að hræra ekki of mikið.
Bætið haframjölinu, fræjunum eða öðru því sem þið viljið nota út í deigið og hrærið varlega nokkrum sinnum.
Bætið svolitlu vatni við ef deigið er of þurrt. En alls ekki hafa of blautt.
Ég nota silicon form.
Bakið við 180-190°C í 40 – 50 mínútur.