Lax og aftur lax .

Hádegið. Ég datt niður á Gullnámu 🙂 Fiskikóngurinn er bara besta búðin í bænum. Skrapp inn til að kaupa mánudagsfiskinn 🙂 Enda alltaf í tómu tjóni þarna inni. Þvílíkt úrval og allt svo vel framsett. Afgreiðslan algjörlega til fyrirmyndar . Á maður ekki að hrósa þeim sem gera vel 🙂 Allavega fékk steinbít fyrir kvöldið. Alveg sjúklega girnilegur…. En þetta Laxa dæmi fór alveg með … Halda áfram að lesa: Lax og aftur lax .

Kúrbítspasta með humar og rjómasósu.

Kvöldmaturinn. Alsælan er hér við völd „Humar pasta/Kúrbítsnúðlur“ með rjómasósu og allskonar nammi Parmesan og nýmuldnum svörtum pipar fra Pottagöldrum. Sósan. Skera niður smátt : 2 rauðar paprikur 1/2 Rauðlauk 1/4 sellery stöngul sveppi eftir smekk 1/4 Kúrbít Steikja á pönnu og krydda með salt og pipar. Síðan er að bæta út í 1 msk. grænmetiskraft 4 dl. vatn 1/2 öskju létt sveppa ostur 1/2 … Halda áfram að lesa: Kúrbítspasta með humar og rjómasósu.

Að njóta þess að vera í sumarbústað og borða hollt.

Hádegið . Þótt í bústað sé farið er hollustan ekki skilin eftir heima 🙂 Hér áður snérust svona ferðir upp í sukk fóður delux . Snakkpokar opnaðir og nammipokarnir biðu í röðum eftir opnum . Svo kom ég heim þreytt og útblásin. Neibb það er búið 🙂 Núna bara dúndur hollt og gott á minn disk …ekkert kanínu fóður samt 🙂 Egg í papriku með … Halda áfram að lesa: Að njóta þess að vera í sumarbústað og borða hollt.

Grillaður Þorskhnakki með camenbert osti.

  Kvöldmaturinn. Þetta gerist ekki mikið betra allt saman. Veðrið, maturinn og garðurinn 🙂 Að koma heim til Íslands og fá sumarið með sér er nú bara lotterý. Í morgun sá ég í fréttablaðinu augl. um Þorskhnakka á tilboði hjáFiskikóngurinn . Skellti mér eftir gymið í svitagallanum og verslaði mér stórt stykki af þessari dásemd. Verð nú að fá að hrósa þjónustunni og fiskinum hjá þeim. … Halda áfram að lesa: Grillaður Þorskhnakki með camenbert osti.

Hádegi sem hægt er að mæla með.

Hádegið. Elska að detta í ofur hollustu svona rétt fyrir helgi. Í dag borða ég til að lækna….ekki veikja . Átti afgang af Lax. Og græjaði svo hitt bara með á skotstundu. Kaldur Lax Steiktur Aspas og gulrætur ( létt steikt á pönnu með lime , pipar og chilli salti 🙂 Salat með Avacado, plómutómat og rauðlauk Egg steikt á pönnu. Egg og aspas er … Halda áfram að lesa: Hádegi sem hægt er að mæla með.

Bleikja og meðlæti.

Flott að elda svona sumarfisk og njóta. Bleikja í möndluhjúp . Ferskt salsa. Gufusoðnar gulrætur. Aðferð. Bleikjan lögð í eldfast mót. Möndlur settar í blandara og unnið í mjöl má vera líka gróft ef fólk vill. Síðan blanda við mjölið sesamfræ- chilli salt-pipar-cayene pipar. Áður en mjölið er stráð yfir fiskinn er gott að skvetta smá Tamara sósu yfir fiskinn. Síðan mjölið yfir og inn … Halda áfram að lesa: Bleikja og meðlæti.

Sukksamlega gott :)

Kvöldmaturinn. Sjúklega vantar manni stundum „sukk“ mat Og þá fer maður í að reyna í huganum að róa púkana og lofa öllu fögru. Þessi réttur róaði alla púka og þeir sitja sáttir núna …brosa bara og halda að þeir séu búnir að sukka feitt. Rjómalöguð sósa með pasta ( eða þannig róaði ég púkana ) En í staðin kokkaði ég upp jummí sósu með engum … Halda áfram að lesa: Sukksamlega gott 🙂

Lax er svo góður.

Kvöldmaturinn. Lax og aftur Lax…..þetta klikkar ekki 🙂 Lax úr Hafið Fiskverslun besti fiskurinn og þjónustan einstök . Ég keyri langa leið eftir fiskinum frá þeim. svo hrifin líka af góðri þjónustu…brosandi afgreiðslufólki 😉 Og ég hef enga hagsmuni að gæta við þessa búð samt …..bara svo ánægð með þessa búð 🙂 Ég bý til kryddlög í skál. saxa niður Kórander ( vel lófafyllir) saxa niður Steinselju … Halda áfram að lesa: Lax er svo góður.