Góðan daginn.
Mánudagur.
Og vitiði ég er bara öll að koma til 🙂
Jú geng ennþá smá hokin og allt það.
Verkir á nóttunni og alles ennþá.
Það er tengt mínum vesenis nafla sem ekki vill gróa og er með stæla.
Já en þetta er samt allt að koma finn það bara 🙂
Þýðir ekkert nema taka þetta á Pollíönnu .
Hún er best í þessu 🙂
Já núna er komin febrúar.
Og ég er svo forvitin …..
Hvernig gengur hjá þeim sem byrjuðu að reyna við nýtt líf um áramót ?
Ekki gefast upp 🙂
Þótt þetta taki tíma og stundum sjáist ekki bjartur dagur út úr fitupúkanum…eða hinum óholla lífi.
Bara einn dagur í einu.
En aldrei gefast upp.
Því svo lengi sem þú reynir…er þetta að virka 🙂
Tíminn flýgur hvort eð er…..svo áfram gakk.
Reyna skipuleggja mataræðið dag frá degi.
Kynna sér eitthvað nýtt.
Ég var voðalega dugleg í Nettó í byrjun.
Fannst gott að kaupa hitt og þetta sem var gott að prufa.
Netto í Mjódd eru með góðar vörur fyrir okkur sem erum að koma mataræðinu á réttan kjöl.
Ég versla líka mikið í Þín verslun Seljabraut…..fæ súper þjónustu og kjöt/ og fiskiborðið þar er dásamlegt.
Gott að geta gengið að svona flottu kjötborði 🙂
Ég elska líka að kíkja á Gló og Lifandi Markað .
Það eru nú nammibúðir 🙂
Svo eru fullt af flottum búðum sem gaman er að kíkja í eftir því holla.
Ég er ennþá aðeins að átta mig á klæðaburði þessa dagana.
Eftir að hafa losað mig við nærri heil 6 kíló!
Bara af magasvæðinu….breyttist nú aðeins líkaminn við þá aðgerð.
Að láta fjarlægja svuntu , sauma upp magavöðva og gangast undir stóra aðgerð við kviðsliti á sama tíma ….er annsi töff aðgerð!
Og hef ég ekki alveg áttað mig á því ennþá hvað þetta hefur að segja.
En held að ég verði nokkuð sátt þegar að vikur líða og ég fer á stjá aftur.
Ég get í dag…..fundið fyrir magavöðvum þegar að ég kreppi magann.
Það hef ég ekki getað í mörg ár….allt sundur slitið.
Mikið srýtin tilfinning.
Og svo kemur að klæðaburði.
Ég hef verið nokkuð dugleg í gegnum árin að fela magann.
Og alltaf þurft að hafa allan fatnað niður fyrir maga….og síðustu ár vel niðurfyrir.
Því maginn hékk orðið niður á læri.
Mjög sárt líkamlega og andlega að bera svoleiðis maga.
Ég var ekki mikið sú týpa sem sást í sundi eða almennings sturtum.
Og var búin að vera í nokkra mánuði í Heilsuborginni áður en ég gat hugsað mér að fara í sturtu.
Og úff…þetta verður allt annað líf.
Þessi eilífði feluleikur með magann ….sem ekki passaði við mig lengur 🙂
Og myndin í hægra horninu….er tekin þegar að ég prufaði að fara í gallabuxur og styttri skyrtu 🙂
Ég næ þessu ekki ennþá 🙂
Og er enþá að draga allt niður…og fela.
En þetta kemur ❤
Njótið dagsins 🙂