Hættu að svelta þig fyrir vigtina.

1779834_583275311762378_1732062544_n

Góðan daginn

Kannist þið við þetta….borða sem „pínu lítill páfagaukur“
þá verður maður svo mjór 🙂
Bara „oggu“ lítinn morgunmat…helst sleppa!
Því ef þú sleppir og ferð og æfir líka vel í morgunsárið….brennir þú skriljón sinnum meiri fitu.
Þá ertu náttúrlega farin að svima….komin með flensueinkenni og máttleysi.
En mjór.

Síðan kemur hádegi..auðvitðað alls ekkert borða á milli morgunmat og hádegis!
Ekki undir neinum kringum stæðum…verður ekki mjór!
Kroppa helst í þurt salat…með túnfisk úr dós hellt yfir.
Sjúskað og vont.
En létt…og verður mjór.

Helst ef möguleiki er á….ekki narta neitt um miðjan daginn!!
Komast heim úr vinnu alveg með nagandi maga….
Þá áttu eftir að elda og græja og gera allskonar.
Drullu svöng/svangur og allt einhvernvegin komið í háaloft……arg verð að koma ofaní mig einhverju „helvítis megrun“
Byrja bara á morgun….svo er ráðist á skápana.
Maturinn eldaður þú varla þorir að bragða á dýrindis kvöldverðinum….því mórallinn er orðin svo gríðalegur yfir því að verða ekki orðin mjór á morgun.

Auli sem getur ekki einu sinni neitt!!

Þetta er versta formið á því eins og ég var.
Alltaf með hótanir og hungursneið í gangi.
Því hve ég þráði að verða mjó!
Og ef sem minnsta fæða færi niður yrði ég mjórri en það sem ég vonaði 🙂
En því miður fitnaði ég bara gríðalega á svona ofbeldis hegðun.
Sjálfstraustið fór til fjandans….þessi feita sem gat ekki einu sinni hunskast til að verða mjó.

Bara á því að skrifa þetta fær mig til að fá hroll frá hnakka niður á tær!

Ömurleg hegðun og lífsstíll.

Þetta er málið sem ég þurfti að glíma við til að komast á þennan stað sem ég er á í dag.
Að virða líkamann.
Að hæta svelta af mér kílóin.
Ég hef borðað af mér 50 kíló í dag 🙂
Og nýt þess að borða og verða aldrei svöng 🙂
Ég er hræðileg þegar að ég verð urrandi svöng.
Læt það ekki gerast lengur.
Ég borða og borða .
Borða morgunmat.
Fæ mér millibita eftir gymið á morgnana.
Fæ mér góðan hádegisverð.
Millibita fyrir kvöldmat.
Góðan kvöldmat.
Síðan afþví ég hef náð að halda mér í skefjun með matinn…ekkert jo-jo dæmi þá verð ég ekki svöng eftir kvöldmat.
En það væri samt ekki glæpur aldarinnar að skella í sig einum ávöxt ef ég væri með gargandi garnir fyrir svefninn 🙂

Jú hreyfingin er algjör Bónus í svona ferli.
Hvetur mann áfram andlega og líkamlega.
Fá sjálfstraustið aftur.
Fá þol og styrk til að takast á við daginn.
Andlega hliðin er heila málið í þessu öllu.
Og hún er aldeilis glöð með hreyfinguna
Þetta er annað líf.

Borða góðan lifandi mat.
Hreinan …hætta í unnum matvælum.
Hætta að detta ofan í „Diet“ drykki og „Diet“ mataræði.
Borða allan mat….sem er hollur og gerir gott.
Ekki hætta og hreinlega banna matvöru.
Heldur minka það sem óhollt er.
Jafnvel breyta því hvernig það er eldað.
Skoða utan á matvöruna.
Lesa sig til um mataræði.
Fara á námskeið.
Og langa mest að öllu að lifa léttara lífi.

Megrun er að mínu mati ofbeldi.
Og að ætla fara eftir einhverjum kúr sem kannski svo virkar ekkert endilega á þig…..en afþví „Allir“ hinir eru orðnir mjóir á þessum kúr..heldur þú áfram.
Ert kannski að borða eitthvað sem þér finnst hreinlega ógeðslega vont.
En verður mjór!

Hættum að vera með svona ofbeldi á okkur sjálfum
Förum að vinna með okkur sjálf af „Kærleik“
Að þykja nógu vænt um sig sjálfan .
Að vilja það besta fyrir sig og sína.

Einn dagur í einu.
SKAL-VIL-GET

Eigið góðan dag 🙂

Ein athugasemd við “Hættu að svelta þig fyrir vigtina.

  1. Alltaf jafn yndislegir pistlarnir þínir 🙂 og myndin í dag segir bara alveg ótrúlega margt 🙂 gaman að sjá þig koma sterka inn aftur 🙂 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s