Sjúkar „súkkulaðikökur“

Eigum við að ræða þetta eitthvað nánar :) Ekkert bökunar stúss:) Hráfæðis Brownies. Ætlaði að gera þessar því ég bara slefaði í morgun yfir þessari uppsk.  www.facebook.com/sharer.php?u=http://eldhussogur.com/2013/05/02/hrafaedis-brownies-og-leikur-a-facebook/&t=Hráfæðis brownies og leikur á Facebook En mín uppsk. endaði samt allt öðrvísi....nennti ekki út í búð...og svo minkaði ég sírópið og bætti við...æææ get aldrei látið uppsk. vera  Mín endaði svona  1 1/2 dl Möndlur með hýði 1/2 dl. Brasilíu Hnetur 2 dl ferskar döðlur (án steins) 1/2 Banani 1/2 dl gott kakó 1 msk Sollu-hnetusmjör hnífsoddur salt 1-2 tsk vatn Möndlurnar og hneturnar settar í matvinnsluvél og maldar í mjöl. Þá er restinni af hráefnunum, fyrir utan vatnið, bætt út í og keyrt þar til allt loðir saman og myndar deig. Ef þarf er örlitlu vatni bætt út í til þess að binda degið saman. Kökuform (ég notaði brauðform 25cm x 11cm) er klætt með bökunarpappír og deiginu er þrýst vel ofan í formið. Það er svo sett inn í frysti á meðan kremið er útbúið. Súkkulaðikrem 1 vel þroskað avókadó Fræ úr einni vanillustöng 1 1/2 msk agave síróp Safi úr 1/2 sítrónu eða eftir smekk. 1 msk kókosolía 3 msk gott kakó Öllu blandað saman vel í matvinnsluvél þar til kremið er orðið kekkjalaust og silkimjúkt. Þá er kökuformið tekið úr frystinum og kreminu smurt ofan á kökuna. Sett aftur inn í frysti í ca. 20 mínútur. Þá er kakan losuð úr forminu og skorin í 12 litla bita eða sex stærri bita. Geymist vel í ísskáp eða í frysti.
Eigum við að ræða þetta eitthvað nánar 🙂
Ekkert bökunar stúss:)
Hráfæðis Brownies.
Ætlaði að gera þessar því ég bara slefaði í morgun yfir þessari uppsk.
http://www.facebook.com/sharer.php?u=http://eldhussogur.com/2013/05/02/hrafaedis-brownies-og-leikur-a-facebook/&t=Hráfæðis brownies og leikur á Facebook
En mín uppsk. endaði samt allt öðrvísi….nennti ekki út í búð…og svo minkaði ég sírópið og bætti við…æææ get aldrei látið uppsk. vera
Mín endaði svona
1 1/2 dl Möndlur með hýði
1/2 dl. Brasilíu Hnetur
2 dl ferskar döðlur (án steins)
1/2 Banani
1/2 dl gott kakó
1 msk Sollu-hnetusmjör
hnífsoddur salt
1-2 tsk vatn
Möndlurnar og hneturnar settar í matvinnsluvél og maldar í mjöl. Þá er restinni af hráefnunum, fyrir utan vatnið, bætt út í og keyrt þar til allt loðir saman og myndar deig. Ef þarf er örlitlu vatni bætt út í til þess að binda degið saman. Kökuform (ég notaði brauðform 25cm x 11cm) er klætt með bökunarpappír og deiginu er þrýst vel ofan í formið. Það er svo sett inn í frysti á meðan kremið er útbúið.
Súkkulaðikrem
1 vel þroskað avókadó
Fræ úr einni vanillustöng
1 1/2 msk agave síróp
Safi úr 1/2 sítrónu eða eftir smekk.
1 msk kókosolía
3 msk gott kakó
Öllu blandað saman vel í matvinnsluvél þar til kremið er orðið kekkjalaust og silkimjúkt. Þá er kökuformið tekið úr frystinum og kreminu smurt ofan á kökuna. Sett aftur inn í frysti í ca. 20 mínútur. Þá er kakan losuð úr forminu og skorin í 12 litla bita eða sex stærri bita. Geymist vel í ísskáp eða í frysti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s