Mánudagur .

Image

Góðan daginn

Jæja mánudagur og heil vika framundan .
Allskonar framundan og bara gaman af því .
Sumt drullu skemtilegt annað miður gaman.
En allt er þetta bara dagleg rútína og fínt að taka vel a móti nýrri viku bara með opnum hug 🙂

Ég er komin í gallann ….og alveg svona líka tilbúin í góða ræktar viku 🙂
Svo gott að vera með gallann ferskan og tilbúin .
Að fara í Heilsuborgina mína gefur mér þvílíkt mikið.
Ég hitti þar fólk sem er a svipuðum stað og ég 🙂
Fólk sem er tilbúið í að breyta vel til í lífinu sínu og taka ábyrgð á sínu lífi 🙂
Við erum allskonar í Heilsuborginni 🙂
Og þetta er svo frábært samt hvað allir eru að gera sitt besta í sama hvaða vigt fólk er
Og að sjá hvað fólk blómstrar!!
Ég hef séð fólk breytast svo ótrúlega mikið fyrir framan augun á mér 🙂
Og sjá fólk hreinlega vakna upp af doða og fá trú á sitt sjálft…svo gaman

Ég nýt þess í dag að hreyfa mig 🙂
Þetta kemur mér sífelt á óvart 🙂
Hvernig má það bara vera að þessi sófa sjúka kona er bara sjúk í hreyfingu svona bara allt í einu.
Þetta er magnað fyrirbæri þessi „heili “ í manni .
Hann er öflugt tæki og hugurinn ber mann meira en hálfa leið.
Ég hef tekið þá ákvörðun núna á annað ár….að teymja hugann 🙂
Og sjá það bjarta fremur en það dökka.
Og fyrstu stigin af þeim veg…var að samþyggja sjálfan mig alveg eins og ég er
Gera aðeins þá gröfu á mig sjálfa að gera mitt besta 🙂
Og ekki gefast upp!
Ég setti mér markmið að betri heilsu og betri líkamlega líðan.
Komin langt að markmiði mínu
En er löngu búin að fatta að þetta verður að vera út lífið.
Ekki sem kúr…átak eða námskeið í mjókkun 🙂
Heldur kærleikur á mig sjálfa!

Engin er fullkomin .
Gerðu aldrei á þig meiri kröfu en það sem sanngjarnt er.
Og vertu sú eða sá …sem hvetur þig áfram 🙂
En ekki letja eða hrinda!

Jæja nu er ég rokin .

Eigið góðan dag.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s