Kjúllaréttur
1 askja léttur sveppaostur
4 Bringur skornar smátt
4 Gulrætur
1 Rauðlaukur
1 rauð paprika
3 Hvítlauksrif
1 teningur frá Kallo
3dl vatn
3dl. Fjörmjólk
4 matskeiðar Rjómi
Salt frá Saltverki-pipar-chilly krydd.
Kjúklingabitarnir steiktir og kryddaðir til.
Grænmetið skorið smátt og sett út í og steikt saman ( eftir að kjúllin hefur verið steiktur einn og sér fyrst)
Síðan þegar allt hefur verið steikt saman þá setja teninginn og vatn út í .
Hræra vel og fá upp suðu.
Bæta ostinum út í og mjólkinni.
Sjóða allt saman og hræra vel.
Rjóminn út í í lokin …alveg hægt að sleppa.
Fínt að hafa vel af svörtum pipar og parmesan ef maður vill
Ég bauð fjölskyldinni upp á spelt pasta frá Sollu með þessu.
En ég fékk mér Blómkálshrísgrjón.
Ferlega gott og alsæl