Sagan mín öll frá A-Ö .

                           Hvernig ég breytti um lífsstíl. Að breyta um lífsstíl er sennilega það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig um ævina. Ætli ég hafi ekki bjargað lífi mínu 🙂 Þetta er stórt skref sem maður tekur. En svo sannarlega þess virði að henda sér í verkið. Það gerist ekki alltí einu að maður tekur svona ákvörðun. Eftir að hafa reynt nærri allt í … Halda áfram að lesa: Sagan mín öll frá A-Ö .

Lyftum lóðum :)

Góðan daginn. Jæja það er komin föstudagur aftur og nýbúin. Þetta endar bara með jólum fljótlega 🙂 Margir komnir með i magann….jólinn og „megrunin“ krassar. Iss mér finnst það einmitt svo frábær tími að fá svona jól og tillidaga því þá geri ég hollustuna bara ennþá betri 🙂 Við getum búið til nýjar hefðir og haft þær gömlu með til hliðar. Það er ekki skilda … Halda áfram að lesa: Lyftum lóðum 🙂

Hamborgari og franskar.

Kvöldmaturinn. „Jessssörí“ hamborgari með frönskum 🙂 Þín Verslun Seljabraut er algjörlega með bestu hamborgarana. Og þeir eru á tiboði núna….það þurfti ekki að segja mér það tvisvar 🙂 Kjötborðið svo til fyrirmyndar hjá þeim 🙂 Já alltaf að hrósa því sem vel er gert. Ég byrjaði á því að skera niður sæta kartöflu í „frönsku kartöflu“ stærð. Þá raða ég þeim á bökunarpappír með ofnskúffu … Halda áfram að lesa: Hamborgari og franskar.

Afmælisveisla Heilsuborgar.

Góðan daginn. Jæja afmælispartý 🙂 Næst á dagskrá að græja afmæliskökur fyrir Heilsuborgina mína. Heilsuborg varð 5 ára í gær. Ég kynntist ekki Heilsuborg fyrr en 2012. Og skreið þá þar meðfram veggjum á leiðinni í prógramm sem ég skráði mig til eins árs. Þetta var stórt skref. Ég var nú ekki hoppandi glöð né hafði mikla trú á sjálfri mér að ætla fara mæta … Halda áfram að lesa: Afmælisveisla Heilsuborgar.

Passaðu hugann vel.

Góðan daginn. Já það er nefnilega svo mikið svoleiðis „ekki trúa öllu sem þú hugsar“ Ég fæ svo oft að heyra ….. „ég get ekki gert svona eins og þú“ „ég hef ekki þennan sjálfsvilja“ „gæti aldrei eldað svona mat“ „bara ef ég gæti“ „get ekki notað lóð“ „ég er svo glötuð“ „æ þetta er svo erfitt“ „ég er svo slæm …get ekki “ Við … Halda áfram að lesa: Passaðu hugann vel.

Avacado súkkulaði búðingur.

Þetta er sko nammi 🙂 Mæli með þessu á næsta nammidegi… Nú eða kíkja í Heilsuborgina á morgun og smakka 🙂 Avacado súkkulaði búðingur. 1 meðal stór avocado eða 2 lítil ( hafa vel þroskuð ) 0,4 dl  sýróp 2-4 msk hreint kakó 1-2 msk fljótandi kókosolía 1 tsk vanilluduft ( Rapunzel) eða dropar Örlítið salt…nokkur korn Fjörmjólk eftir smekk. Fer eftit hvað maður vill … Halda áfram að lesa: Avacado súkkulaði búðingur.

Lax og aftur lax .

Hádegið. Ég datt niður á Gullnámu 🙂 Fiskikóngurinn er bara besta búðin í bænum. Skrapp inn til að kaupa mánudagsfiskinn 🙂 Enda alltaf í tómu tjóni þarna inni. Þvílíkt úrval og allt svo vel framsett. Afgreiðslan algjörlega til fyrirmyndar . Á maður ekki að hrósa þeim sem gera vel 🙂 Allavega fékk steinbít fyrir kvöldið. Alveg sjúklega girnilegur…. En þetta Laxa dæmi fór alveg með … Halda áfram að lesa: Lax og aftur lax .

Það er hægt að komast út úr viðjum offitu.

Góðan daginn. „Jæja Sólveig er þetta ekki komið fínt hjá þér“ Það var ein yndisleg eldri kona sem sagði þetta við mig fyrr í vikunni. Ertu ekki búin að vera nógu lengi i þessu sprikli og megrun. Ert orðin svo fín 🙂 Ég andaði inn og út og brosti. Rétt að byrja mín kæra 🙂 Þetta er nefnilega málið . Ég er rétt að byrja. … Halda áfram að lesa: Það er hægt að komast út úr viðjum offitu.